Ægir - 01.02.1983, Page 24
lánsfjár hjá sömu mönnum í staðinn að fram-
kvæmdir í málinu reyndust ógerlegar. En fleira
kom hér til. Ætlunin hafði verið að láta smíða skip
á Ítalíu og voru tilboð og teikningar komnar frá
ítalskri skipasmíðastöð. í kjölfar Suezdeilunnar
1956 kom hins vegar babb í bátinn. Skipasmíða-
stöðin dró sín fyrri tilboð til baka auk þess sem
verðlag á skipasmíðum hafði hækkað um allt að
30%. Þar með var skipakaupamálið úr sögunni og
hefur ekki verið tekið upp síðan af neinni alvöru.
Tækniframfarir
Vitanlega hafa saltfiskframleiðendur reynt að
svara kröfum tímans eins og aðrir og tekið í þjón-
ustu sína þá tækni sem tiltæk hefur verið hverju
sinni. Upp úr 1960 var til dæmis vaxandi áhugi á
nýtingu tækninnar við saltfiskverkun. Menn voru
mjög áhugasamir um að auka framleiðnina og sáu
nauðsynina á vélvæðingu. Komið var á fót tækni-
deild á vegum S.Í.F. og hefur hún fengið miklu
áorkað. Sem dæmi um verkefni deildarinnar má
nefna að hún hefur skipulagt og teiknað fjöldann
allan af nýjum og endurbættum fiskaðgerðakerf-
um og stöðugt hefur verið unnið að þvi að koma á
hagræðingu í fiskaðgerð hjá fleiri og fleiri fyrir-
tækjum. Þá hafa töluvert verið teiknuð og skipu-
lögð ný söltunarhús eða viðbyggingar við eldri hús,
nýir og endurbættir þurrkklefar hafa verið teikn-
aðir í tugatali og þannig mætti lengi telja.
Segja má að 7. áratugurinn hafi einkennst af
bættri aðstöðu til saltfiskverkunar, betri og mein
húsakosti og vélvæðingu. Færibandakerfi, flatn-
ingsvélar, gaffallyftarar og ýmis önnur hjálpar-
tæki voru æ meir tekin í þjónustu saltfiskverkun-
arstöðvanna. Tóku margar stöðvar miklum breyt-
ingum frá því sem áður var. Húsin urðu björt og
rúmgóð með fullkomnum vinnuvélabúnaði enda
gáfu þau nú mörg hver ekkert eftir mörgum frysti'
húsum hvað snerti aðgerðakerfin.
Erfiðleikar yfirstignir
í saltfiskframleiðslunni skiptast auðvitað á skin
og skúrir eins og í öðrum atvinnugreinum. Til
dæmis eru mörgum saltfiskframleiðendum vafa*
laust enn í fersku minni hinir miklu erfiðleikar sem
við var að etja árið 1968. Þá kom vel í ljós hvernig
atburðir í fjarlægum heimshlutum geta haft af'
drifarik áhrif á íslenskt efnahagslíf og jafnframt
hve örlög útflutningsgreina okkar eru samofin.
Styrjöld í Biafra olli því að skreiðarmarkaðurinn
í Nígeríu lokaðist og hylltust framleiðendur því til
að salta þann fisk, sem undir venjulegum kringum-
stæðum hefði farið til skreiðarverkunar. Kom >
ljós að framleiðsla saltfisks fór fram úr því marki
sem markaðurinn með góðu móti þoldi. Eins og
svo oft áður þegar erfiðleikar höfðu knúið dyrn
vöknuðu nú upp óánægjuraddir með sölufyrif'
komulagið. Töldu sumir að bregðast bæri við sölU'
erfiðleikunum með því að gefa söluna á saltfiski
frjálsari. Á aukafundi S.Í.F., sem haldinn var í
72 — ÆGIR