Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1983, Qupperneq 26

Ægir - 01.02.1983, Qupperneq 26
Hinn opinberi fjárstyrkur norska ríkisins til handa sjávarútvegi landsins mun hækka frá síð- asta ári úr 137 millj. US$ (2.603 millj. ísl.kr.) í 157 millj. US$ (2.983 millj. ísl.kr.), eða um rúm 14%. Helmingurinn af þessum styrk fer til hækkunar á fiskverði, en gert er ráð fyrir að allur kostnaður við fiskveiðarnar sjálfar muni hækka á árinu sem þessu nemur. Aftur á móti hefur verið lagt til að þorskkvótinn verði minnkaður um 75—100.000 tonn vegna ofveiði og minnkandi hrygningastofns og er áætlað að þessi tekjuskerðing hjá sjómönn- um og útgerð muni nema á bilinu 43—57 millj. US$, en ekki hefur enn verið ákveðið hvernig stað- ið verður að því að bæta þetta. Eini ljósi punktur- inn í sjávarútvegi Norðmanna eru loðnuveiðarnar sem gengið hafa mjög vel í haust og mun loðnu- kvótinn verða aukinn á þessari vetrarvertíð. Frá því að atvinnumótmælendur og grátkonur tóku höndum saman og hófu baráttu sína gegn sel- veiðum, hefur þróun mála orðið sú að markaðir fyrir selafurðir hafa hrunið í Evrópu og Ameríku og víða er jafnvel bannað með lögum að flytja þessar afurðir inn. Afleiðingin hefur síðan orðið sú að geysilegur ofvöxtur hefur hlaupið í alla sela- stofna á norðurhveli jarðar og er nú svo komið að jafnvægi náttúrunnar er að raskast á stórum svæð- um. Áætlað er að selastofninn í Barentshafi hafi aukist úr hálfri milljón sela i eina milljón á s.l. tíu árum og að fjölgunin sé á bilinu sex til sjö prósent árlega. Fyrir þetta nýbyrjaða ár hefur heildarveiði á þorski og loðnu í Barentshafi verið áætluð um 2,6 milljónir tonna, en á þessum sama tíma og sömu slóðum reiknast mönnum til að selir og hval- ir éti fiskmeti er nemi 3—5 milljónum tonna og hærri talan álitin sennilegri, en samkvæmt tilraun- um með seli sem Norðmenn hafa staðið fyrir, hef- ur komið í ljós að selir éta yfir 12% og jafnvel allt að 16% af líkamsþyngd sinni á dag. Talið er að sel fjölgi a.m.k. 4% á ári hér við land og að nú séu selir vel yfir 40.000 og er um einn fjórði af því útselur, en það er einmitt hann sem mestri hringormasýkingu veldur í þorski. Landselir eru yfirleitt innan við 100 kg að þyngd, en útselir á bilinu 250—300 kg og er áætlað að meðalselur hér við land þurfi minnst 10 kg af fiskmeti á dag og stofninn þar af leiðandi 150.000 tonn á ári. Allt eru þetta algjörar lágmarkstölur. í sumar er leið var gert nokkurt átak til að sporna við hinni hömlulausu fjölgun selastofnins og var slátrað um 4.200 selum í allt, sem skiptist i 2.800 landseli, þar af 600 fullorðin dýr, og 1.400 útseli, þar af 400 fullorðin dýr. Rúmum 90% af þessum sel var slátrað af hlunnindahöfum. Þó Færeyingar séu iðnir við að drepa laxinn i út- hafinu, þá er enginn vafi á að stækkandi sela- stofnar hér við land eiga einnig, og ekki síður, stóran þátt í minnkandi laxagengd í flestum veiði- ám landsins. Víða sveima selir í stórum torfum við árósa og taka þar drjúgan toll af laxastofninum og eru hinn mesti skaðvaldur. Hér á landi hefur selur verið veiddur frá því land byggðist. Allt fram á sjöunda áratug þessarar aldar var víða sé hugsunarháttur, að sæist til sels, á sjó eða landi, var allt gert til að granda honum og þótti verulegur búhnykkur tækist það. Hjá því verður ekki komist að halda stofnstærð- um sela innan skynsamlegra marka og að fram- kvæma verður þær aðgerðir sem slíkt hefur í för með sér á skipulegan hátt. Taka verður upp þá að- ferð við slátrun sels, sem flestir geti sætt sig við, líkt og þegar lömbum er slátrað að hausti, nema fólk taki almennt upp að klæðast ekki ullarfötum í mótmælaskyni við slátrun búfénaðar. Þá gæti far- ið að syrta í álinn. 74 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.