Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1983, Síða 30

Ægir - 01.02.1983, Síða 30
Lifrarsamlag Vestmannaeyja 50 ára Þann 7. desember 1982 voru liðin 50 ár frá stofnfundi Lifrarsamlags Vestmannaeyja. Þessara merku tímamóta í sögu samlagsins var minnst á aðalfundi sem haldinn var í Samkomuhúsinu 11. desember 1982. Það hefur orðið að ráði að undir- ritaður segi frá því helsta í starfsemi samlagsins í jólablaði Fylkis 1982. I stuttri blaðagrein verður aðeins hægt að minnast lauslega á ýmsa þœtti í starfsemi Lifrarsamlagsins í 50 ár og viðbúið að eitthvað gleymist. Aðdragandann að stofnun Lifrarsamlags Vest- mannaeyja má rekja til umræðna um nauðsyn þess að koma upp sameiginlegri lifrarbræðslu i Eyjum, í stað þess að lifur væri brædd í lifrarbræðsluskúr- um í eigu útvegsmanna. Hafði staðið yfir deila milli heilbrigðisyfirvalda og eigenda lifrarbræðslu- skúra um staðsetningu þeirra og mengun frá þeim. En þeir voru staðsettir nálægt hafnarsvæðinu og í nálægð íbúðarhúsa neðst í bænum. Höfðu komið fram hugmyndir um flutning á bræðsluskúrunum vestur í hraun fyrir sunnan Torfmýrina. Um þetta leyti komst Fiskimjölsverksmiðjan Hekla hf. í eigu Útvegsbankans, jafnframt kom fram að hjá frændum okkar Norðmönnum væru lifrarbræðslur í sjávarplássum staðsettar í sumum tilvikum í miðjum bæ, án þess að mengun væri til Grein þessi birtist i jólablaði Fylkis í Vestmannaeyju>n 1982 og hefur Ægir fengið leyfi til að birta hana í tilef11' af afmœli Lifrarsamlagsins. Sigurgeir Jónasson tók allW myndirnar sem fylgja greininni. staðar. Varð úr að menn kynntu sér þessa norsku bræðslustöðvar nánar og sigldi einn af helstu forgöngumönnum sameiginlegrar lifrarbræðslu 1 Vestmannaeyjum, Hjálmur Konráðsson, til Noregs og Danmerkur í þessu sambandi. í framhaldi af tillöguflutningi í bæjarstjórn og jákvæðum undirtektum bankastjóra Útvegsbank- ans, þeirra Haraldar Viggós Björnssonar og Helga Guðmundssonar, var ákveðið að boða til fundar- Fara nú hlutir að snúast hraðar og á fundi í Út' vegsbændafélagi Vestmannaeyja 4. desember 1932 var tekið til athugunar hvort tiltækilegt þætti að koma á fót lifrarsamlagi fyrir Vestmannaeyjar- Hafði Útvegsbanki íslands hf. boðist til þess að láta breyta byggingu fiskimjölsverksmiðjunnat Heklu í bræðslustöð með nýtisku vélum, ef mena vildu ráðast í stofnun sameiginlegrar lifrar- bræðslu. Tilboð bankans var bundið því skilyrð' að um semdist um verð og greiðsluskilmála slíkrat bræðslustöðvar. Á fundinum var kosin 5 manna nefnd til þess að athuga möguleika til stofnunat slíks samlags. 78 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.