Ægir - 01.02.1983, Page 34
Úr niðursuðuverksrniðjunni. Unnið við niðursuðu á síld.
Elsti starfsmaður sarnlagsins, Júlíus Snorrason, fyrir frarnan
ketilinn, en Júlíus hefur starfað í samlaginu í rútn 20 ár.
ársbyrjun 1941 sem vélgæslumaður. Var Páll verk-
smiðjustjóri til 1972, ef frá eru talin árin 1967—
1969, er hann var frá starfi vegna veikinda. Eftir
að Páll lét af starfi verksmiðjustjóra vann hann í
samlaginu fram að eldgosi 1973 við ýmis störf. í
veikindum Páls sáu þeir Jakob Guðmundsson og
Asbjörn Guðmundsson um starf hans, en þeir
höfðu unnið lengi í samlaginu. Björn Dagbjartsson
hafði eftirlit með lýsisvinnslunni á þessu tímabili,
en hann var þá starfsmaður við rannsóknarstofu
FIVE, en hann er nú forstöðum. Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins í Reykjavík.
Verulegar sveiflur hafa verið í hráefnisöfluninni í
gegnum tíðina. Á árinu 1959 barst að 4.050.673 kg
af innveginni lifur sem er það mesta sem Lifrarsam-
lagið hefur fengið á einu ári, en það minnsta var
1972, þá var innvegin lifur aðeins 274.045 kg.
Innvegin lifur, framleiðsla og nýting.
Innvegin nýting
Ár lifur kg lýsi kg önnur frarnl. kg %
1933 1.159.050 462.015 — 39,9
1943 1.158.153 621.865 54.962 Stearin 58,4
1953 2.305.725 1.511.973 — 65,6
1963 2.558.650 1.535.000 — 60,0
1972 2.062.605 1.290.948 — 62,6
1982* 1.406.590 872.784 27.120 niðurs. 64,0
50 ár 88.069.327 52.262.050 414.540 mjöl 60,3
295.934 stearin
126.266 niðurs.
Núverandi verksmiðjustjóri Alfreð Einarsson
hóf störf í samlaginu 1971, en tók við verksmiðju-
stjórn árið 1972.
Ýmsir starfsmenn hafa unnið mjög lengi hjá
samlaginu, má þar nefna Júlíus Snorrason frá
Hlíðarenda sem verið hefur starfsmaður frá 1960
og er enn i fullu fjöri, en hann var meðal þeirra
sem tóku þátt í stofnun Lifrarsamlagsins 7. des.
1932.
Lokaorð
Á merkum tímamót um er oft litið til framtíðar,
jafnframt að horft er yfir liðna tíð. Á þessum tíma-
mótum í starfi Lifrarsamlags Vestmannaeyja verð-
ur ekki annað sagt en að framtíðarsýn sé nokkuð
björt. Fyrirtækið hefur byggt sig upp á síðustu ár-
um, tilbúið til að takast á við verkefni í harðri sam-
keppni í niðursuðu. Þá hefur þátttaka þess í kald-
hreinsun á lýsi aukið rekstraröryggi og lengt
vinnslutíma. Megi Lifrarsamlag Vestmannaeyj3
starfa af auknum þrótti i framtiðinni til hagsbóta
fyrir þetta byggðarlag.
Arnar Sigurmundsson
* 1982 til 30. nóv.
82 — ÆGIR