Ægir - 01.06.1983, Page 50
NÝ FISKISKIP
Hólmadrangur ST 70
Nýr skuttogari, m/s Hólmadrangur ST 70, bœttist
við fiskiskipastól landsmanna 6. mars s.l., en þann
dag héltskipið ífyrstu veiðiferð sína. Skipið ersmíðað
hjá Stálvík h.f í Garðabœ og er smíðanúmer 32 hjá
stöðinni. Þetta er sjötti skuttogarinn sem Stálvík It.f
smíðar, en áður hefur stöðin afhent: Stálvík SI,
RunólfSH, Elínu Þorbjarnardóttur ÍS, Arinbjörn RE
og Ottó N Þorláksson RE.
Skipið er ný hönnun hjá stöðinni, en byggir að tals-
verðu leyti á síðustu nýsmíði Stálvíkur, Ottó N Þor-
lákssyni RE, en erhins vegarmun minnaskip. Helstu
frávik og breytingar á smíði og fyrirkomulagi eru:
Smíðalengd minnkuð um tœpa 10 metra; breidd um
0.3 m minni og dýpt að efra þilfari 0.6 m minni; í stað
reisnar undir brú er íbúðarhœð; og breytt fyrirkomu-
lag á togþilfari og í íbúðum.
I Hólmadrangi ST er búnaður til vinnslu og fryst-
ingar á flökum o.fl. afurðum; auk vinnslu á bolfiski er
gert ráð fyrir kolmunna- og rœkjuvinnslubúnaði.
Fiskvinnslutœki eru frá Baader ogfrystitœkin frá Jack-
stone og Kronborg.
Hólmadrangur STer í eigu samnefnds hlutafélags á
Hólmavík. Skipstjóri á Hólmadrangi er Magni Krist-
jánssson og I. vélstjóri Sigtryggur Ingi Jóhannsson.
Framkvœmdastjóri útgerðar er Þorsteinn Ingason.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli, samkvæmt reglum og
undir eftirliti Det Norske Veritas, í flokki ®1A1,
Stern Trawler, Ice C, * MV. Skipið er skuttogari
(verksmiðjutogari) með tveimur þilförum stafna á
milli, með perustefni, skutrennu upp á efra þilfar,
lokaðan hvalbak á fremri hluta efra þilfars og tveggja
hæða yfirbyggingu, íbúðarhæð og brú, aftantil á hval-
baksþilfari.
Mesta lengd .............................. 47.18 ni
Lengd milli lóðlína ...................... 40.60 m
Breidd ................................... 10.00 m
Dýpt að efra þilfari ...................... 6.70 m
Dýpt að neðra þilfari ..................... 4.50 m
Eiginþyngd ................................. 755 1
Særými (djúprista 4.45 m).................. 1105 1
Burðargeta (djúprista 4.45 m) .............. 350 |
Lestarrými (frystilest) .................... 350 m ’
Brennsluolíugeymar (svartolía) ............. 119 m
Brennsluolíugeymar (gasolía) ................ 16 m
Daggeymar ................................... 14 m
Ferskvatnsgeymir ............................ 26 m
Andveltigeymir .............................. 22 m
Ganghraði (reynslusigling) ................ 13.6 hn
Rúmlestatala ............................... 387 brl
Skipskrárnúmer ............................ 1634
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talm
framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn ásamt keðjú'
kössum; íbúðir með botngeymum fyrir brennsluohu-
fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu; véla-
rum með síðugeymum fyrir smurolíu o.fl. og vélgffs'u'
klefa og andveltigeymi aftast; og skutgeyma aftast
(þurrrými).
Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir ferskvatn
og keðjukassar, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við
íbúðir er fiskvinnsluþilfar með fiskmóttöku aftast og
aftan við hana fyrir miðju er stýrisvélarrými. S. h*
megin við fiskmóttöku og stýrisvélarrúm er vélar-
reisn, dælurými og dag- og setgeymir svartolíu, e°
b.b.-megin er verkstæði, vélarreisn og hjálparvélU"
rými.
Fremst á efra þilfari er lokaður hvalbakur, eIt
fremst í honum er geymsla og þar fyrir aftan íbúðir og
ísvélarrými. Aftan við hvalbak er togþilfarið. VörpU'
renna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist 1
tvær tvöfaldar boggingarennur, s.b. -ogb.b. -rennur-
sem ná fram að hvalbak, þannig að unnt er að hafa
tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða. Aftar'
lega á togþilfari, sitt hvorum megin við vörpurenn-
una, eru þilfarshús. í húsinu s.b.-megin er stiga'
gangur niður á fiskvinnsluþilfar, kyndiklefi og stiga'
gangur niður í vélarreisn, en í húsinu b.b.-megin er
geymsla o.fl. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi en
yfir frambrún skutrennu bipodmastur, sem gengur
niður í skorsteinshúsin.
Hvalbaksþilfar er heilt frá stefni og aftur að skips'
miðju. en þar greinist það í tvennt og liggur meðfran1
báðum síðum aftur fyrir síðuhúsin. Aftarlega á heilu
330 —ÆGIR