Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1983, Blaðsíða 50

Ægir - 01.06.1983, Blaðsíða 50
NÝ FISKISKIP Hólmadrangur ST 70 Nýr skuttogari, m/s Hólmadrangur ST 70, bœttist við fiskiskipastól landsmanna 6. mars s.l., en þann dag héltskipið ífyrstu veiðiferð sína. Skipið ersmíðað hjá Stálvík h.f í Garðabœ og er smíðanúmer 32 hjá stöðinni. Þetta er sjötti skuttogarinn sem Stálvík It.f smíðar, en áður hefur stöðin afhent: Stálvík SI, RunólfSH, Elínu Þorbjarnardóttur ÍS, Arinbjörn RE og Ottó N Þorláksson RE. Skipið er ný hönnun hjá stöðinni, en byggir að tals- verðu leyti á síðustu nýsmíði Stálvíkur, Ottó N Þor- lákssyni RE, en erhins vegarmun minnaskip. Helstu frávik og breytingar á smíði og fyrirkomulagi eru: Smíðalengd minnkuð um tœpa 10 metra; breidd um 0.3 m minni og dýpt að efra þilfari 0.6 m minni; í stað reisnar undir brú er íbúðarhœð; og breytt fyrirkomu- lag á togþilfari og í íbúðum. I Hólmadrangi ST er búnaður til vinnslu og fryst- ingar á flökum o.fl. afurðum; auk vinnslu á bolfiski er gert ráð fyrir kolmunna- og rœkjuvinnslubúnaði. Fiskvinnslutœki eru frá Baader ogfrystitœkin frá Jack- stone og Kronborg. Hólmadrangur STer í eigu samnefnds hlutafélags á Hólmavík. Skipstjóri á Hólmadrangi er Magni Krist- jánssson og I. vélstjóri Sigtryggur Ingi Jóhannsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Þorsteinn Ingason. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli, samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas, í flokki ®1A1, Stern Trawler, Ice C, * MV. Skipið er skuttogari (verksmiðjutogari) með tveimur þilförum stafna á milli, með perustefni, skutrennu upp á efra þilfar, lokaðan hvalbak á fremri hluta efra þilfars og tveggja hæða yfirbyggingu, íbúðarhæð og brú, aftantil á hval- baksþilfari. Mesta lengd .............................. 47.18 ni Lengd milli lóðlína ...................... 40.60 m Breidd ................................... 10.00 m Dýpt að efra þilfari ...................... 6.70 m Dýpt að neðra þilfari ..................... 4.50 m Eiginþyngd ................................. 755 1 Særými (djúprista 4.45 m).................. 1105 1 Burðargeta (djúprista 4.45 m) .............. 350 | Lestarrými (frystilest) .................... 350 m ’ Brennsluolíugeymar (svartolía) ............. 119 m Brennsluolíugeymar (gasolía) ................ 16 m Daggeymar ................................... 14 m Ferskvatnsgeymir ............................ 26 m Andveltigeymir .............................. 22 m Ganghraði (reynslusigling) ................ 13.6 hn Rúmlestatala ............................... 387 brl Skipskrárnúmer ............................ 1634 Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talm framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn ásamt keðjú' kössum; íbúðir með botngeymum fyrir brennsluohu- fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu; véla- rum með síðugeymum fyrir smurolíu o.fl. og vélgffs'u' klefa og andveltigeymi aftast; og skutgeyma aftast (þurrrými). Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir ferskvatn og keðjukassar, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er fiskvinnsluþilfar með fiskmóttöku aftast og aftan við hana fyrir miðju er stýrisvélarrými. S. h* megin við fiskmóttöku og stýrisvélarrúm er vélar- reisn, dælurými og dag- og setgeymir svartolíu, e° b.b.-megin er verkstæði, vélarreisn og hjálparvélU" rými. Fremst á efra þilfari er lokaður hvalbakur, eIt fremst í honum er geymsla og þar fyrir aftan íbúðir og ísvélarrými. Aftan við hvalbak er togþilfarið. VörpU' renna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist 1 tvær tvöfaldar boggingarennur, s.b. -ogb.b. -rennur- sem ná fram að hvalbak, þannig að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða. Aftar' lega á togþilfari, sitt hvorum megin við vörpurenn- una, eru þilfarshús. í húsinu s.b.-megin er stiga' gangur niður á fiskvinnsluþilfar, kyndiklefi og stiga' gangur niður í vélarreisn, en í húsinu b.b.-megin er geymsla o.fl. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi en yfir frambrún skutrennu bipodmastur, sem gengur niður í skorsteinshúsin. Hvalbaksþilfar er heilt frá stefni og aftur að skips' miðju. en þar greinist það í tvennt og liggur meðfran1 báðum síðum aftur fyrir síðuhúsin. Aftarlega á heilu 330 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.