Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 28
Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri: •• Oiyggismál Framhald 3. Nýju íslensku gerðir gúmmíbjörg- unarbáta og rekakkera Endurnýjun eldri gúmmíbjörgunarbáta Eins og öllum þeim sem hér eru staddir er kunnugt um, þá breytti Siglinga- málastofnun ríksisins ýmsum atriðum í fram- leiðslu gúmmíbjörgunar- báta og búnaði þeirra, að afloknum tilraunum á hafi úti á árunum 1980 og 1981. Breytingar á sjálfum gúmmíbjörgunarbátunum voru einkum fólgnar í ýmsum styrkingum á þaki gúmmíbátanna, þá voru inngönguopin gerð hringlaga, og samanreyrð ermi notuð til lokunar. Stiga til uppgöngu í bátana var breytt, og sjókjölfestupokar undir botni stækkaðir og færðir utar á botninn. Ein mikilvægasta breytingin var algerlega ný gerð af rekakkeri, sem ásamt lengingu línunnar hefur sýnt sig að auka verulega stöðugleika gúmmíbjörgunar- bátanna. Viðurkenndir framleiðendur gúmmíbjörgunarbáta fyrir íslensk skip hafa nú allir á boðstólum þessa íslensku gerð gúmmíbjörgunarbáta, og þeir eru því settir í öll ný íslensk skip. Sömuleiðis koma þessir nýju gúmmíbjörgunarbátar í staða þeirra eldri, sem teknir eru úr skipum vegna aldurs eða skemmda. í því sambandi vil ég geta hér umburðarbréfs Sigl- ingamálastofnunar ríkisins frá 24. maí 1982, en þar segir svo m.a.: „Gúmmíbjörgunarbátar, sem framleiddir eru 1962 og fyrr, skulu teknir úr notkun á árinu 1983. Einnig skal hvert það skip, sem hefur tvo eða fleiri gúmmí- björgunarbáta framleidda árið 1963 til og með 1965, endurnýja annan eða einn þeirra fyrir sama tíma, það er árslok 1983. Á árinu 1984, skulu allir gúmmíbjörgunarbátar framleiddir 1966 og fyrr, teknir úr notkun." Þannig munu á árinu 1984 allir gúmmíbjörg- unarbátar framleiddir 1966 og fyrr hverfa úr notkun. Þar með eru allir bómullardúksbátarnir teknir úr notkun og í staðinn hafa kómið nýrri og betri gerðir gúmmíbjörgunarbáta. í fyrrgreindu umburðarbréfi frá 24. maí 1982, segir einnig að að því skuli stefnt að allir gúmmibjörgunar- bátar komist sem fyrst í hylki í stað trékassa, enda muni það auðvelda sjósetningu þeirra. Nýju íslensku gerðir rekakkera hafa einnig verið og verða settar í þær eldri gerðir gúmmíbjörgunarbáta, sem áfram verða í notkun um sinn. Þá var einnig ákveðið að engan sigurnagla skuli hafa við nýju gerð rekakkeranna, og heldur ekki í línum þeirra, enda gerist þeirra ekki lengur þörf. Ennfremur segir svo í kafla 2.07 í kröfum Siglinga- málastofnunar ríkisins: „Rekakkerislína skal vera úr fléttuðu nyloni eða sambærilegu efni og að minnsta kosti 35 m löng (komi viðbót) fyrir báta ætlaða 9 mönnum eða meira, en 25 m fyrir minni báta úr 8 og 6 mm nyloni." Með þessum aðgerðum ætti að vera tryggt, að gæði gúmmíbjörgunarbáta í íslenskum skipum hafi aukist verulega. 4. Sjósetningarbúnaður gúmmíbjörg- unarbáta í tengslum við sjósetningu gúmmíbjörgunarbáta er Frá tilraunum Siglingamálstofnunar með gúmmíbjörgunar- báta um borð í varðskipinu ,/Egi“. 76-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.