Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 28
Hjálmar R. Bárðarson,
siglingamálastjóri:
••
Oiyggismál
Framhald
3. Nýju íslensku gerðir gúmmíbjörg-
unarbáta og rekakkera
Endurnýjun eldri gúmmíbjörgunarbáta
Eins og öllum þeim sem
hér eru staddir er kunnugt
um, þá breytti Siglinga-
málastofnun ríksisins
ýmsum atriðum í fram-
leiðslu gúmmíbjörgunar-
báta og búnaði þeirra, að
afloknum tilraunum á hafi
úti á árunum 1980 og 1981.
Breytingar á sjálfum
gúmmíbjörgunarbátunum
voru einkum fólgnar í
ýmsum styrkingum á þaki gúmmíbátanna, þá voru
inngönguopin gerð hringlaga, og samanreyrð ermi
notuð til lokunar. Stiga til uppgöngu í bátana var
breytt, og sjókjölfestupokar undir botni stækkaðir og
færðir utar á botninn.
Ein mikilvægasta breytingin var algerlega ný gerð
af rekakkeri, sem ásamt lengingu línunnar hefur sýnt
sig að auka verulega stöðugleika gúmmíbjörgunar-
bátanna.
Viðurkenndir framleiðendur gúmmíbjörgunarbáta
fyrir íslensk skip hafa nú allir á boðstólum þessa
íslensku gerð gúmmíbjörgunarbáta, og þeir eru því
settir í öll ný íslensk skip. Sömuleiðis koma þessir
nýju gúmmíbjörgunarbátar í staða þeirra eldri, sem
teknir eru úr skipum vegna aldurs eða skemmda.
í því sambandi vil ég geta hér umburðarbréfs Sigl-
ingamálastofnunar ríkisins frá 24. maí 1982, en þar
segir svo m.a.:
„Gúmmíbjörgunarbátar, sem framleiddir eru 1962
og fyrr, skulu teknir úr notkun á árinu 1983. Einnig
skal hvert það skip, sem hefur tvo eða fleiri gúmmí-
björgunarbáta framleidda árið 1963 til og með 1965,
endurnýja annan eða einn þeirra fyrir sama tíma, það
er árslok 1983.
Á árinu 1984, skulu allir gúmmíbjörgunarbátar
framleiddir 1966 og fyrr, teknir úr notkun."
Þannig munu á árinu 1984 allir gúmmíbjörg-
unarbátar framleiddir 1966 og fyrr hverfa úr notkun.
Þar með eru allir bómullardúksbátarnir teknir úr
notkun og í staðinn hafa kómið nýrri og betri gerðir
gúmmíbjörgunarbáta.
í fyrrgreindu umburðarbréfi frá 24. maí 1982, segir
einnig að að því skuli stefnt að allir gúmmibjörgunar-
bátar komist sem fyrst í hylki í stað trékassa, enda
muni það auðvelda sjósetningu þeirra.
Nýju íslensku gerðir rekakkera hafa einnig verið og
verða settar í þær eldri gerðir gúmmíbjörgunarbáta,
sem áfram verða í notkun um sinn.
Þá var einnig ákveðið að engan sigurnagla skuli
hafa við nýju gerð rekakkeranna, og heldur ekki í
línum þeirra, enda gerist þeirra ekki lengur þörf.
Ennfremur segir svo í kafla 2.07 í kröfum Siglinga-
málastofnunar ríkisins:
„Rekakkerislína skal vera úr fléttuðu nyloni eða
sambærilegu efni og að minnsta kosti 35 m löng (komi
viðbót) fyrir báta ætlaða 9 mönnum eða meira, en 25
m fyrir minni báta úr 8 og 6 mm nyloni."
Með þessum aðgerðum ætti að vera tryggt, að gæði
gúmmíbjörgunarbáta í íslenskum skipum hafi aukist
verulega.
4. Sjósetningarbúnaður gúmmíbjörg-
unarbáta
í tengslum við sjósetningu gúmmíbjörgunarbáta er
Frá tilraunum Siglingamálstofnunar með gúmmíbjörgunar-
báta um borð í varðskipinu ,/Egi“.
76-ÆGIR