Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1985, Page 14

Ægir - 01.07.1985, Page 14
greinilega þótt nótt væri. Minnst var ferða norrænna manna á Grænlandi um þessar slóðir, fyrst í landaleit og síðan í leit að viði. Hitafará Vestur-Grænlandi Sjórannsóknirnar á Walther Herwig fóru einkum fram á völd- um stöðum, þar sem mælingarn- ar hafa verið gerðar áður í lengri eða skemmri tíma. Tilgangur mælinganna er að kanna ástand sjávar og breytingar þess í tíma. Það er alkunna að veðurfar og ástand sjávar hefur verið með eindæmum erfitt á og við Vestur- Grænland undanfarin ár. Þannig var hitastig sjávar þar um 2°C undir meðallagi veturna 1982- 1983 og 1983-1984 (Manfred Stein, Erik Buch) og lofthiti var hvorki meira né minna en 10- 12°C undir meðallagi þá sömu vetur. Meðalhiti í janúar og febrúar 1983 í Nuuk mældist þannig vera -20 °C en í meðalár- ferði 1931-1960 var lofthiti -8°C (7. mynd). Reyndar hafa allir mánuðir ársins síðan í ársbyrjun 1982 og a.m.k. fram að október 1984, verið undir meðallagi í lofthita í Nuuk. Þessu valda bæði óvenju kaldir hafstraumar og mikill kuldapollur í lofthjúpnum yfir Grænlandi. Það er augljóst, að slíkt ástand hefur sín áhrif í landi eins og Grænlandi sem þegar er fyrir handan mörk hins byggilega heims að mati Evrópumanna, þótt Inuitar hafi löngum áður afsannað þá kenningu, en það er önnur saga. Mælingarnar á Walther Hervig í vetur lofuðu heldur ekki góðu um framhaldið, og sömu sögu var að segja um slóðina við Labra- dor. Sjávarhiti á þessum slóðum s.l. haust var 1-2°C undir meðal- lagi, þ.e.a.s. kaldur pólsjór var ríkjandi og lítið fór fyrir hlýjum 4. mynd. Tæki sem skráir hita og seltu á móti dýpi, eða svonefnd„CTD-s°nu „ Walther Herwig". 80° 80° 70° 40° W 30°W 20°W 10°W 0° 5. mynd. Leið geislavirkra úrgangsefna frá Sellafield á Englandi með norður í höf, ásamt upplýsingum um hlutfallslegan styrkleika (1-1000) og lengd (ár) og vegalengd (km) reksins (8). 370-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.