Ægir - 01.07.1985, Side 20
Ásgeir Jakobsson:
Togararnir 1907
4. þáttur
Örlagaár?
Árið 1908 hefur máski verið
örlagaár í íslenskri togaraútgerð.
Ef togurunum hefði gengið illa
það ár, er ekki ólíklegt, að farið
hefði um togarana, sem komu
1907, eins og allar fyrri togaraút-
gerðartilraunir hérlendis, nema
Cootúgerðina. Það er efamál að
Alliance og íslandsfélagið hefðu
þolað tapár 1908, þar sem ekkert
hafði staðið útaf í rekstrinum
1907 en bæði félögin skulduðu
mest af kaupverði skipanna. Það
er að minnsta kosti fullvíst að tví-
sýnt hefði orðið um áframhald
togaraútgerðarinnar, efárið 1908
hefði brugðist togurunum og
áreiðanlega ekki orðið jafnmikill
kraftur skjótlega í íslensku togara-
útgerðinni og raun varð á ef þetta
annað ár þeirrar útgerðar hefði
ekki skilað betri útkomu en fyrsta
árið að ekki sé talað um lakari.
Menn voru enn ragir við þessa
dýru útgerð og almenningur og
margir framámanna hötuðu tog-
ara, fundu þeim skipum allt til
foráttu, þau ollu ördeyðu á báta-
miðum, spilltu veiðarfærum og
komu með lélegan fisk, sögðu
menn.
En árið 1908 breytti skoðunum
margra.
í janúarblaði Ægis 1909 er að
finna frétt af útgerð Jóns forseta
1908 og síðan á öðrum stað í
blaðinu fjallað um togaraútgerð
og framtíð hennar. Fréttin er svo-
hljóðandi:
„Botnvörpuskipiö Jón forseti.
Skip þetta, sem er eign félags-
ins „Alliance" og sem áður hefur
verið minnst á hér í blaðinu,
hefur árið sem leið fengið meiri
afla en dæmi eru til um nokkurt
íslenskt skip fyrr eða síðar. Félag-
ið, sem á skipið og lét byggja það
í Englandi, er ef svo má að orði
kveða, einvalalið 5 skipstjóra,
dugnaðar- og fyrirmyndarmanna
í sinni stöðu og forstöðumaður
félagsins, P.J.Th. & Co (Milljóna-
félagsins), kaupmaður Thor
Jensen, má fullyrða að sé einhver
hinn atorkusamasti allra íslenskra
kaupmanna.
Yfirmaður skipsins er Halldór
Kr. Þorsteinsson en Kolbeinn
bróðir hans stýrimaður, ágætir
aflamenn og er ekki sannara hægt
að segja en hér fari saman afla-
brögð og hagnýting aflans í landi
og gjöra úr honum peninga.
Vertíðarafli „Jóns fórseta" var í
fyrra (1908) 1500 skipd. af
þurrum fiski og þar af 1100 skpd.
þorskur eða 75 þús. króna virði.
Síldarafli skipsins í fyrra 19.000
kr. Nýr fiskur seldur á árinu fyrir
5000 kr. Til Englands fór skipið á
árinu 3 ferðir og seldi fyrir það
sem hér segir:
1. ferö 27/10 fyrir £ 730
2. ferö 26/11 fyrir £ 526
3. ferö 9/1 fyrir £ 970
Samtals £ 2226
eöa 40.068 kr.
Allur afli á árinu hefur Þ‘
numið rúmlega 130.000 kr. Þet^
fyrirtæki þeirra félaga, sem
áreiðanlega hið arðsamasta fyr!r
tæki sem ráðist hefur verið í 3 ,
\,p |
landi, ervonandi aðdafni svo
og þróist, að það verði vísk 1
voldugs íslenska botnvörpu
skipafélags, sem með tímam1
geti fullkomlega staðið á sp°r^
stóru botnvörpungafélögunu
ensku, sem nú sækja fiskinn upF
að ströndum íslands".
En þótt ritstjóranum seg1^
fallega um Forsetann og Allian
þá hugsaði hann ýmislegt nel ,
um togaraútgerð en fram kemur
fréttinni og hann skrifar í Þ®
sama blað, Janúarblað 19 1 '
hugleiðingu um framtíð togarau
gerðar.
„Botnvörpuútgerðir
Þó ekki sé nema 3 ár (þau vor
4. Coot byrjaði 6. mars 19
Á.J.) síðan fyrsta íslenska bo1
vörpuskipið byrjaði hér veiðis a
með íslenskum mönnum, ”
hefur maður fengið nær óyg^
andi tryggingu fyrir því, 5
veiðiaðferð sé mjög gróðavæ ^
leg, og geti í raun réttri talist me
arðvænlegri fyrritækjum, sem
á landi sé hægt að ráðast i-
jafnframt þessu þurfa þó önn ^
skilyrði að vera fyrir hendi, e
þau eru þessi:
1) góð og hæfileg skip,
376-ÆGIR