Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1985, Blaðsíða 36

Ægir - 01.10.1985, Blaðsíða 36
ust að kröftum í stað þess að slitna og urðu afrenndir og ódrepandi. Það var sagt um Aðalstein, að fjórtvinningsmöskvar hefðu slitnað undan fingrum hans, þegar netið tók að renna út. Líka var það sagt og þá sögn geta staðfest núlifandi menn, að hann hafi eitt sinn kastað einn út forvængnum. Mönnum gekk oft illa á síðutogur- unum að koma út forvængnum, ekki síst meðan það var lenska að kasta honum á undan afturvængn- um í stað þess sem létti verkið og síðar varð, að menn köstuðu afturvængnum fyrst. Nú var einhverju sinni, eftir að Aðalsteinn var orðinn skipstjóri að honum þótti illa ganga að koma út forvængnum og kom hlaupandi ofanúr brú, ruddi frá mönnum og gekk einn undir bobbingalengjuna og bar væng- inn allan út fyrir lunninguna. Ingvar Pálmason skipstjóri, sem nú er nýlátinn var tveggja manna maki að burðum, og kall- aði ekki alla menn sterka, og orð- aði það eitt sinn, þegar hann var spurður um kraftamenn, að hann hefði nú ekki þekkt marga, en „hann Aðalsteinn Pálsson var sterkur." En þeir voru nú fleiri sterkir en Aðalsteinn, þótt hér verði ekki raktar sögur af krafta- mönnum þessa tíma heldur beðið annars tækifæris. Þegar kom að belgnum fór net- drátturinn verulega að þyngjast, því í belgnum lá fiskur, sem þurfti að draga niður í pokann. Sú hugsun var máski ekki yfir- þyrmandi á fyrstu togurunum, að finna upp aðferðir til að létta mönnum verkin, en hins vegar sú að hraða þeim og hefur þess áður verið tilgetið, að það hafi verið meginorsökin að ýmsum endurbótum. Þar sem það gekk oft seint að ná inn belgnum á höndum, þá fundu menn upp snörluna. Snörlan var vírmanilla með krók í endanum og var honum slegið undir netið og yfir það utan við borðstokkinn og króknum húkkað á snörlulegginn, sem lá upp í ferlaufu í keishorninu, leggnum svo slegiðá spilkoppinn og netið híft saman og upp. Fær- urnar voru stuttar, aðeins frá borðstokknum uppí ferlaufuna eða sem svaraði breidd gangsins, og varð þvi að færa snörluna tvf- eða þrívegis, eftir aðstæðum, en samtflýtti þetta netadrættinum og létti hann. Það tel ég víst, að þetta heiti, snarla sé dregið af nafnorðinu „snöru" og sögninni „að snara." Mikil líking er í verkinu með snörlunni og er í merkingu þess- ara orða. Það er brugðið snöru á netið og það snarað saman um leið og híft er. Mörg ensk heiti kunna að vera á snörlunni, en mér er ekki kunnugt um annað orð en snottler og það trúleg3 skylt orðinu snotter, sem merkir pikkfalur á gaffalsegli, en l'ka lykkjuna, sem ránni á rásegli var stungið í. Það heyrir nú undk aðra menn en hér skrifar að kafa djúpt í enskar orðmyndanir, en íslenska orðið er örugglega ekki dregið af því enska, enda ekki lík- legt að snarlan sé fundin upp af Englendingi, þótt svo geti verið. Það var svo ekki fyrr en löngu eftir að snarlan komst í gagnið' líklega ekki fyrr en á fjórða ára- tugnum, að menn fóru að nota járnkróka við netdráttinn. Járn- krókarnir voru fyrst illa séðir a' sumum skipstjórum, sem voru hræddir um og kom svo sem fyr,r' að menn misstu þá úr höndum sér, þegar netið kipptist út og skipstjórarnir óttuðust, að þeir yllu rifrildi í netinu, en það var óþarfa viðkvæmni. Um mataræði, fatnað og kaup tog- aramanna og sjóhæfni skipanna 8. þáttur Soðning og aftur soðning Mataræðið á togurunum 1907 var hið sama, eða átti að vera það sama og á ensku togurunum, en varð það máski ekki í raun, því að íslenska kokkastéttin uppalin við skútusnarlið var lítið uppá breyttan mat í fyrstu, héldu mest uppá soðninguna, að þeir sögðu gömlu mennirnir. A nóttum og í morgunmálið var te og brauð með miklu áleggi, skyrhræran kom ekki fyrren síðar í árbítinn, um hádegið var kjöt, oftast saltkjöt, einkum þegar fór að líða á túrana. Meðan erfitt var að geyma kjöt óskemmt, nema ' salti, var saltkjötsátið mikið á tog' urunum fyrrum og bilaður mag' mátti kallast atvinnusjúkdómut togaramanna ásamt biluðu bak'- Það varð eitthvað undan að láta 1 vömbinni, eins og menn hökkuðu í sig kjötið, þegar þejr komu í hádegismatinn, svang'r undan nóttinni, teið og brauðið stóð ekki lengi með þeim, og þe,r gleyptu í sig matinn á nokkrum mínútum, effiskur varádekki. Tu kvöldmatar var oftast eða ævin- lega hafður fiskur. Þeir menn sem kunnu frá a^ 584-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.