Ægir - 01.10.1985, Blaðsíða 57
15. gr.
Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt lögum nr. 52/1970,
Urn eftirlit með skipum, staðfestast hér með til að öðlast gildi
1 • janúar 1986 og birtast til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut
e'ga að máli.
Samgönguráöuneytid, 3. apríl / 985.
Matthhías Bjarnason.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
V|ÐAUKI.
ALMENNT.
Tæki og búnaður til notkunar við hávaðamælingar í
skipum skal vera af viðurkenndri gerð og uppfylla
kröfur IEC* R 179 ogR225.
' -2- Áðuren mælingar hefjast, skal þessgætt, aðtækjabún-
aður sé ætlaður til þeirra hljóðmælinga sem hér um
ræðir, og að hann sé rétt stilltur.
2- FRAMKVÆMD HÁVAÐAMÆLINGA.
2-1 • Tilgangur með hávaðamælingum er að kanna hávaða
í skipum með það fyrir augum að draga úr hávaða, sé
ástæða til að ætla, að hann geti valdið vanlíðan eða
haft skaðvænleg áhrif á heyrn áhafnar.
2-2. Leitast skal við að framkvæma mælingar við þau tilvik,
sem ætla má að valdi mestum hávaða í vistarverum og
á starfsvettvangi áhafnar. Skulu mælingar fram-
kvæmdar við þær aðstæður, sem eðlilegar teljast
hverju sinni.
2-3- Þegar ekki er Ijóst við hvaða tilvik hávaði er mestur á
þeim stöðum, þar sem hávaðamælingar skal fram-
kvæma samkv. grein 2.4., skulu mælingar gerðar við
eftirtalin tilvik:
2.3.1. Skip á siglingu með minnst 80% álag á aðalvél,
og hjálparvél í gangi.
2.3.2. Sama og 2.3.1. með allan tiltækan vélbúnað
samtímis í notkun.
2.3.3. Við lestun og losun flutningaskipa í hötn.
2.3.4. Þegar fiskiskip eru við veiðar og fiskveiðibún-
aður er í notkun.
í skipum búnum dælum, spilkerfum, hliðarskrúfum
eða öðrum búnaði, sem notaður er reglulega, skulu
mælingar gerðar þegar búnaður þessi er í gangi. Á
fiskiskipum skal einnig taka tillit til hávaða frá veiðar-
færum og meðferð þeirra.
Við mælingar skal loftræstikerfi vera í gangi og við full
afköst. Hurðir og annar búnaður, ætlaður til að draga
úr hávaða, skal vera eins og eðlilegt má teljast.
Framkvæma skal hávaðamælingar á eftirtöldum
stöðum:
a) í brú eða stýrishúsi. Mælingu skal gera í námunda
_______ við stjórntæki skipsins.
^ternalional electro technical commission.
b) í svefnklefum og í matsal. Þegar um er að ræða
fjölda samliggjandi klefa, er ekki þörf á að mæla há-
vaða í öllum klefum. Skal mælingamaður meta hverju
sinni hvar skuli mælt.
c) Á starfsvettvangi áhafnar þ.e.a.s. á vinnsluþiIfari,
viðstjórntæki spilaogannars staðar, sem þörf þykir.
d) í vélarúmi. Sé skip búið þar til gerðum stjórnklefa í
vélarúmi eða sérstökum verkstæðum, skal mæla
hávaða í þeim rýmum sérstaklega.
e) Á öðrum þeim stöðum samkvæmt mati mælinga-
manns, þar sem áhöfn helst við í lengri tíma, og þar
sem ástæða er til að ætla, að hávaði sé sérstaklega
mikill.
2.5. Við hljóðmælingar í vistarverum skal staðsetja hljóð-
nema í miðju herbergi í ca. 1.5 m hæðyfir gólfi. Halda
skal hljóðnemanum í lóðréttri stöðu og snúa honum
rólegaeinn hringum lóðréttanás, þ.e. í láréttum fleti.
2.6. Við mælingu í vélarúmi skal mæla hávaða á þeim
stöðum, þar sem vélstjórar eru að jafnaði að störfum.
Hljóðnemi skal þó ekki vera nær hávaðagjafa en 1.0
m. Að öðru leyti skal fara eftir þeim leiðbeiningum,
sem gefnareru í grein 2.5.
2.7. Mælingu hávaða skal að öðru leyti haga þannig, að
niðurstöður gefi nákvæma og greinagóða mynd af
þeim hávaða, sem áhöfn skipsins býr við.
2.8. Við mælingu skal lesa af mælitæki í dB (A). í mælitæki
skal við mælingu stillt á „Kvik viðbrögð" (fast re-
sponse). Mæling skal standa yfir í minnst 10 sek. og
skal skrá áætlað meðalgildi mælisútslaga. Sé munur
hæstu og lægstu gilda vegna síbreytilegs hávaða rneiri
en 10 dB (A), skal mælitæki stillt á „hæg viðbrögð"
(slow response).
2.9. Þar sem hávaði er mikill eða meiri en æskilegt má telj-
astogannars staðar, þarsem tilefni gefst til, skal til við-
bótar framkvæma áttundabandsmælingar.
2.10. Stjórnenda hávaðamælinga ber að gæta þess að áhrif
frá ytra umhverfi og mælingamönnum sjálfum hafi
ekki áhrif á niðurstöður mælinganna. Mælingar utan
dyra skal aðeins framkvæma, þegar veður er stillt, og
skal við þær nota vindskerm á hljóðnemann.
3. SKÝRSLUGERÐ.
3.1. Að lokinni mælingu skal mælingamaður gera skýrslu
er greini frá framkvæmd og niðurstöðum mælinganna.
Skal við skýrslugerðina notast við eða hafa hliðsjón af
eyðublöðum, sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur
útbúið í þessu skyni. Skýrsluna skal senda til stofnunar-
innar í 2 eintökum. Eftirfarandi upplýsingar skulu
koma fram í skýrslunni:
3.1.1. Nafn skips og skipaskrárnúmer.
3.1.2. Dagsetning, mælingastaður og nöfn þeirra er
stóðu að mælingunni.
3.1.3. Gerð og tegund mælitækis og hljóðnema.
3.1.4. Veðurskilyrði.
ÆGIR-605