Ægir - 01.10.1985, Blaðsíða 22
Vélskóli íslands settur
Vélskóli íslands var settur 2. sept.
sl. í upphafi skólasetningarræðu
sinnar minntist Andrés Guðjóns-
son, skólameistari, Hreins Har-
aldssonar kennara en hann er ný
látinn. Nú á haustönn stunda um
250 nemendur vélstjórnarnám,
þar af 216 nemendur í áfanga-
kerfi skólans, en 30-35 nem-
endur réttindanám vélstjóra, en
það eru þeir vélstjórar sem siglt
hafa á undanþágu sem svo oft
hefur verið nefnt.
Samkvæmt ákvæðum til bráða-
birgða í lögum um atvinnuréttindi
vélfræðinga, vélstjóra og véla-
varða á ísl. skipum gilda eftirfar-
andi ákvæði:
Þeim vélstjórnarmönnum, er
starfað hafa á undanþágu í
a.m.k. 24 mánuði hinn 1. jan.
1985, skal boðið upp á vél-
stjórnarnámskeið sem haldin
verða í öllum landshlutum
skólaárin 1984-1985 og
1985—1986 til öflunar tak-
markaðra vélstjórnarréttinda.
Námskeið þessi veita réttindi
til yfirvélstjórastarfa á skipum
með vélarstærð allt að 750 kw
(1020 hö).
Námið tekur 13 vikur að við-
bættum 2 vikum í próf eða sam-
tals 15 vikur. Eftirfarandi náms-
greinar eru kenndar: Rafmagns-
fræði bókl. og verkl., smíðar,
málmsuða, vélstjórn bókl. og
verkl., vélfræði verkl., kælitækni
bókl. og verkl., stýritækni bókl.,
og verkl., rafeindatækni bókl.,
enska, skyndihjálp, ogeldvarnir.
Vélstjóranám fyrir vélstjóra
sem ekki fullnægja ákvæðum
laga um menntun verður sem her
segir nú á haustönn:
Reykjavík 35 nemendur, Kefla-
vfk 20 nem., Vestrnannaeyjum
10 nem. Akureyri 10 nem-,
Húsavík 8 nem., og Stykkishólmi
12 nemendur eða alls um 95
nemendur.
Þetta nám hefur verið haldið 1
Reykjavík í þrjú skipti og útskrif-
aðir 36 nemendur, í Keflavík og
útsk. 22 nem., Hornafirði og út-
skrifaðir 15 nem. og nýlokið 1
Ólafsvík og útsk. 17 nemendur
eða alls 185 nemendur.
Boðið verður upp á þetta nám
í síðasta sinn á vorönn 1986. Ny
lög voru samþykkt á Alþingi um
atvinnuréttindi vélfræðinga vél-
stjóra og vélavarða í des. 1984 og
lög um vélstjóranám hafa verið
endurskoðuð í samræmi við rétt-
indalögin og voru samþykkt a
Alþingi í apríl 1985.
Iðnfræðsluráð hefur gengið fra
mati á vélstjóranámi með tilliti tu
þess að vélstjóri getur farið í raf'
virkjanám.
LÖG OG REGLUGERÐIR
REGLUGERÐ
nr. 311 um sérstök togveiðisvæði samkvæmt lögum nr. 118
31. desember 1984.
1. gr.
Þráttfyrirákvæði B. F. ogG. liðar3. gr. laganr. 81 31. maí
1976, er öllum skipum heimilt að stunda veiðar með botn-
vörpu á eftirgreindum veiðisvæðum og tímum.
A. í Héraðsflóa, frá 15. ágúst 1985 til 31. desember 1985,
frá línu réttvísandi aust-norðaustur af Bjarnareyjarvita að
línu réttvísandi aust-norðaustur af Ósfles (65°37'8 N,
13°55'3 V) utan línu, sem dregin er í einnar sjómílu fjar-
lægð frá fjörumarki meginlandsins.
B. Utan Breiðarfjarðar, frá 1. september 1985 til 31. des-
ember 1985, norðan 65° og utan fjögurra sjómílna frá
línu, sem dregin er úr Öndverðarnesvita í Bjargtanga
(65°30'2 N, 24°32'1 V). Að norðan markastsvæðiðaf línu
dreginni réttvísandi ívesturfrá Bjargtöngum.
C. Fyrir Vestfjörðum, frá 1. september 1985 til 31. desember
1985, utan línu, sem dregin er 8 sjómílur utan viðmiðu11
arlínu samkvæmt lögum 81/1976, frá línu, sem dregio e<
317° réttvísandi frá Óshólavita í ísafjarðardjúpi. Norðau
línu, sem er dregin 317° frá Óshólavita norður um 3
22°44'0 V, eru togveiðar með botnvörpu heimilaðar utan
fjögurra sjómílna frá viðmiðunarlínu.
2- gr. (
Brot gegn reglugerð þessari varðar refsingu samkvaen
ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveið'
landhelgi Islands með síðari breytingum.
3- 8r- -g
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 1 ,
31. desember 1984, um breytingar á lögum nr. 81 31- nial
1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi fslands til þess að öðlasl
þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga
að máli.
Sjávarútvegsráðuneytið, 6. ágúst 1985.
F. h. r.
Árni Kolbeinsson.
)ón B. )ónasson.
570-ÆGIR