Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 38
Brugðu þá Alþýðuflokksmenn,
sem höfðu alla stjórn þessa óska-
barns síns með höndum, á það
ráð að stofna hlutafélagið Hrafna-
Flóka og keyptu togara sem
nefndur var Óli Carða.
Sífellt tap varð á bæjarútgerð-
inni árin 1931-1939 eða samtals
690 þús. kr. Þetta samsvaraði
þreföldum útsvörum bæjarbúa
árið 1939. En á sama tíma hafði
fyrirtækið greitt í vinnulaun 2,8
milljónir króna, og hefur verið
sagt að með atvinnurekstri sínum
hafi fyrirtækið komið í veg fyrir
fjárhagslegt hrun í bænum. Slíkt
var ástandið á þessum erfiðu
árum.
En skjótt skipast veður í lofti og
er heimsstyrjöldin síðari hófst
haustið 1939 tók fiskverð að stíga
á fiskmörkuðum í Evrópu og um
veturinn urðu fyrstu roksölur
togaranna í stríðinu. Næstu árin
var mestallur fiskur seldur ísaður
til Bretlands, og varð mikill hagn-
aður af allri togaraútgerð. Hagn-
aður bæjarútgerðarinnar árin
1940-1946 varð samtals 9 millj-
ónir króna. Af þessu lagði fyrir-
tækið eina milljón fram til báta-
kaupa árið 1944 og voru smíð-
aðir átta bátar í samvinnu við
bæjarútgerðina, þar af fimm í
Hafnarfirði
Næstu árin varð aðalverkefnið
að endurnýja togaraflota útgerð-
arinnar. Bæjarútgerðin keypti
einn nýsköpunartogaranna árið
1947, og nefndist hann Júlí. Árið
eftir strandaði Júní við Vestfirði. í
marz 1951 fékk B.Ú.H. enn nýj-
an togara og hlaut hann nafnið
Júní. 1953 var keyptur togari frá
Vestmannaeyjum og nefndur
Ágúst. Þá var hætt að gera út
gamla Maí og hann seldur úr
landi: Apríl var svo keyptur frá
Eskifirði árið 1960. Árið áður
hafði útgerðin orðið fyrir sínu
mesta áfalli er nýsköpunartogar-
inn Júlí fórst við Nýfundnaland
með allri áhöfn. Nýr togari var
smíðaður í Þýskalandi og kom
hann 1960 og var nefndur Maí.
Reksturinn gekk erfiðlega eftir
stríð, en þó kastaði tólfunum árið
1960 og næstu ár á eftir. Apríl,
Júní og Ágúst var lagt og síðan
seldir á árunum 1964-5. Var þá
aðeins Maí eftir, en hann aflaði
oftast vel. Þessi ár urðu mikill
niðurlægingartími fyrir togaraút-
gerð hér á landi. Bestu mið togar-
anna höfðu verið tekin af þeim
við útfærslu landhelgi og fleiri
ráðstöfunum og fiskstofnarnir
farnir að gefa sig vegna rrák'
sóknar erlendra og innlen
skipa.
Bæjarútgerðin reisti hraðfyj5'
hús á árunum 1955-57. Var V
mikil fjárfesting, en ekki að sa ^
skapi arðbær. Var svo komið a
1964 að skuldir fyrirtækisins
fram eignir námu tugum nl g
óna. Vantaði mikið upp c1 V.
nægilegt hráefni bærist frystl ,u
hé11
tínia'
inu næstu árin, svo tapið
áfram að hlaðast upp. Vará t'
bili 1966-7 rætt um að bæjaru
gerðin yrði lögð niður.
Fiskiðjuver BÚH í smíðum 1955-1957.
482 - ÆGIR