Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 58

Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 58
Jón Þ. Þór: Áhrif heimsstyrjaldarinnar fyrri á veiðar breskra togara á íslandsmiðum I. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út haustið 1914, höfðu breskir togarar sótt á íslandsmið í réttan aldarfjórðung. Fyrst í stað voru þeir einungis hér við land á sumrin og fyrstu árin stunduðu þeir einkum veiðar fyrir Suð- austur- og Suðurlandi og á Faxa- flóa. Smám saman bættust fleiri veiðisvæði við og árið 1899 komu togararnir fyrst, svo víst sé, á Vestfjarðamið. Allt fram að heimsstyrjöldinni var sókn þeirra þó mest á Faxaflóa og miðin fyrir Suður- og Suðausturlandi.1 Um eða skömmu eftir síðustu aldamót tóku togararnir að sækja á fiskislóðir hér við land árið um kring, og eftir það varð ekkert lát á sókn þeirra.2 Flún jókst ár frá ári, eins og aflatölur bera glöggt vitni um, en þó er erfitt að áætla hve mörg skip sóttu hingað á ári hverju. Vísterþóaðþau voru hátt á annað hundrað og fór hvert þeirra 12-14 veiðiferðir á ári.3 Afli togaranna jókst í réttu hlut- falli við aukna sókn. Árið 1905, fyrsta árið sem tölur um heildar- afla breskra togara á íslands- miðum eru traustar, var hann samtals 95.554 smálestir, en var orðinn 130.058 smálestir árið 1914, er heimsstyrjöldin braust út. Er þó líklegt að afli þess árs hefði orðið meiri en raun bar vitni, ef ekki hefði komiðtil styrj- aldarinnar. Af hennar völdum dró mjög úr sókninni út hingað þegar á haustmánuðum 1914. Árið 1915 öfluðu breskir togarar aðeins tæplega helming aflans 1914 við ísland, eða samtals 64.212 smálestir. Næstu þrjú árin, 1916, 1917 og 1918 var aflinn hverfandi lítill, enda sóknin lítil.4 II. Við fyrstu sýn kann það að virðast undarlegt, jafnvel mót- sagnakennt, að sókn bresku togaranna á miðin við ísland skyldi dragast svo mjög saman, sem raun ber vitni, þegar í upp- hafi styrjaldarinnar. Stríðsþjóðir þurfa jafnan á miklum n1 . föngum að halda og sem kunn er, lögðu Bretar á það n1' - áherslu á stríðsárunum , keyptar útflutningsafurðir Is e'^f inga, einkum fisk og fiskmet'- ^ við bættist að þegar í upP stríðsins var Norðursjórinri/ aðrar góðar fiskislóðir við landseyjar, lagðurtundurdu sem gerðu allar veiðar þarer og áhættusamar. Hefði þv' f ætla, að yfirvöld myndu fre^ t|| hvetja en letja útgerðarmen að sækja björg norður í höt, ra áttu Bretar mikinn flota n^;orLi og vandaðra togara, sem 502 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.