Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 16
Skútuöldin í Hafnarfirði Fyrstu ár fríhöndlunar Með tilskipun frá 1 786 var ein- okunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á ís- landi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun og iðnað. Reykja- vík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður þar með end- anlega í skuggann af nýrri höfuð- höfn í landinu. Verslun var þó áfram stunduð í Firðinum, ogenn átti hann eftir að vera í forystu í sjávarútvegi landsmanna. Ekki gekk vel að selja verslun- ina í Hafnarfirði eftir 1 787. Kaup- maður frá Altona, Dultz að nafni, leigði vörugeymslu verslunar- innar árið 1788 og keypti einnig tvær af fiskiskútum konungsút- gerðar. Altona var mikil verslun- arborg syðst í Holtsetalandi nálægt Hamborg, en Holtsetar lutu á þessum tíma dönsku krún- unni. Altonakaupmenn nýttu sér einna fyrstir aukið verslunarfrelsi á íslandi og tóku upp verslun víðar um Vesturland. Dultz virð- ist þó ekki hafa verslað lengi í Hafnarfirði, því engum sögum fer af honum eftir þetta. Árið 1 790 tók Mullox, fyrrver- andi starfsmaður konungsversl- unar, yfir verslunina í Hafnar- firði. Kaupmennska hans varð hins vegar ekki langlíf, því hann varð gjaldþrota tveim árum seinna. Kenndi hann lausakaup- mönnum um erfiðleika sína og sagði þá hafa sprengt upp fisk- verð í Firðinum úr 7-9 ríkis- dölum skippundið í 24-27 ríkis- dali. Bændur og hásetar hafa því hagnast vel á aukinni samkeppni í verslunarmálum. Annað sem orðið hefur Mullox að falli var að hann átti ekkert skip í förum til útlanda, svo hann átti örðugt um vik að fá nægilegt verð fyrir útflutningsvörur sínar. En það voru fleiri sem stunduðu verslun og fiskveiðar í Hafnarfirði um þetta leyti. Tveir danskir kaup- menn tóku á leigu fiskgeymslu- húsið á Langeyri, en 1 792 keypti það Manöe nokkur, nefndur skip- stjóri. Annar skipstjóri, Dyrekjær að nafni, keypti íbúðarhúsið á Langeyri. íbúðarhúsið á Hvaleyri keypti hins vegai Knud Petersen, en ekki er getið um atvinnu hans, sem trúlega hefur þó eitthvað tengst útgerð og verslun. Það er því Ijóst að verslun var fjörug í Hafnarfirði fyrstu ár fríhöndlunar 1788-93, og þilskipaútgerðin hefur haldið áfram að einhverju leyti. Heimildir eru hins vegar mjög litlar um athafnir þessara manna svo ekki er hægt að segja hve lengi eða mikil útgerð þil- skipa var í Hafnarfirði um þetta leyti. Kaupmenn þeir sem tóku við eigum einokunarverslunar- innar, eins og Mullox, kvörtuðu sáran undan lausakaupmönnum sem komu á hafnirnar öllum að óvörum og buðu hærra verð fyrir fisk en föstu kaupmennirnir og tóku þá stóran hluta afurðanna sem þeir höfðu ætlað sér. Yfir- völd ákváðu að takmarka umsvif lausakaupmanna, ogtóku þannig afstöðu með kaupmönnum gegn landsmönnum. Árið 1793 voru tveir kaupmenn reknirfrá Hafnar- firði með verslun sína og fisk- verkun sem þeir starfræktu á Langeyri. Hétu þeir Kyhn og Lund og var sá síðarnefndi norskur. Hin fjörlega verslun í Firðinum var því mjög takmörkuð þilskipaútgerðar. ^ En sama ár og þetta ^ |V keypti Hafnarfjarðarvers a lendingur sem varð atkvæ fi ill kaupmaðurogútgerðarnj^ sá mesti sem landið hafði ^ um aldir. Hann er oft pe faðir Hafnarfjarðar. Bjarni riddari Sívertsen Um það leyti sem e'n° ' versluninni var aflétt, bjo 1 . jjg- Selvogi ungur bóndi Bjar urðsson. Hann var Rannveigu FilippusdótWT 3r konu og vel menntaðri- h ^3e< nokkru eldri en hann og e ^ að hún giftist Bjarna. Sagt r(]} Rannveig hafi bæði *<enntig lestur og reikning e^t,rer ^ hófu sinn hjúskap, og vl5 sá lærdómur reyndist vel- rejfa Hinn ungi bóndi hóf 3 5jnn' fyrir sér með verslun 1 460 -ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.