Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1986, Page 16

Ægir - 01.08.1986, Page 16
Skútuöldin í Hafnarfirði Fyrstu ár fríhöndlunar Með tilskipun frá 1 786 var ein- okunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á ís- landi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun og iðnað. Reykja- vík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður þar með end- anlega í skuggann af nýrri höfuð- höfn í landinu. Verslun var þó áfram stunduð í Firðinum, ogenn átti hann eftir að vera í forystu í sjávarútvegi landsmanna. Ekki gekk vel að selja verslun- ina í Hafnarfirði eftir 1 787. Kaup- maður frá Altona, Dultz að nafni, leigði vörugeymslu verslunar- innar árið 1788 og keypti einnig tvær af fiskiskútum konungsút- gerðar. Altona var mikil verslun- arborg syðst í Holtsetalandi nálægt Hamborg, en Holtsetar lutu á þessum tíma dönsku krún- unni. Altonakaupmenn nýttu sér einna fyrstir aukið verslunarfrelsi á íslandi og tóku upp verslun víðar um Vesturland. Dultz virð- ist þó ekki hafa verslað lengi í Hafnarfirði, því engum sögum fer af honum eftir þetta. Árið 1 790 tók Mullox, fyrrver- andi starfsmaður konungsversl- unar, yfir verslunina í Hafnar- firði. Kaupmennska hans varð hins vegar ekki langlíf, því hann varð gjaldþrota tveim árum seinna. Kenndi hann lausakaup- mönnum um erfiðleika sína og sagði þá hafa sprengt upp fisk- verð í Firðinum úr 7-9 ríkis- dölum skippundið í 24-27 ríkis- dali. Bændur og hásetar hafa því hagnast vel á aukinni samkeppni í verslunarmálum. Annað sem orðið hefur Mullox að falli var að hann átti ekkert skip í förum til útlanda, svo hann átti örðugt um vik að fá nægilegt verð fyrir útflutningsvörur sínar. En það voru fleiri sem stunduðu verslun og fiskveiðar í Hafnarfirði um þetta leyti. Tveir danskir kaup- menn tóku á leigu fiskgeymslu- húsið á Langeyri, en 1 792 keypti það Manöe nokkur, nefndur skip- stjóri. Annar skipstjóri, Dyrekjær að nafni, keypti íbúðarhúsið á Langeyri. íbúðarhúsið á Hvaleyri keypti hins vegai Knud Petersen, en ekki er getið um atvinnu hans, sem trúlega hefur þó eitthvað tengst útgerð og verslun. Það er því Ijóst að verslun var fjörug í Hafnarfirði fyrstu ár fríhöndlunar 1788-93, og þilskipaútgerðin hefur haldið áfram að einhverju leyti. Heimildir eru hins vegar mjög litlar um athafnir þessara manna svo ekki er hægt að segja hve lengi eða mikil útgerð þil- skipa var í Hafnarfirði um þetta leyti. Kaupmenn þeir sem tóku við eigum einokunarverslunar- innar, eins og Mullox, kvörtuðu sáran undan lausakaupmönnum sem komu á hafnirnar öllum að óvörum og buðu hærra verð fyrir fisk en föstu kaupmennirnir og tóku þá stóran hluta afurðanna sem þeir höfðu ætlað sér. Yfir- völd ákváðu að takmarka umsvif lausakaupmanna, ogtóku þannig afstöðu með kaupmönnum gegn landsmönnum. Árið 1793 voru tveir kaupmenn reknirfrá Hafnar- firði með verslun sína og fisk- verkun sem þeir starfræktu á Langeyri. Hétu þeir Kyhn og Lund og var sá síðarnefndi norskur. Hin fjörlega verslun í Firðinum var því mjög takmörkuð þilskipaútgerðar. ^ En sama ár og þetta ^ |V keypti Hafnarfjarðarvers a lendingur sem varð atkvæ fi ill kaupmaðurogútgerðarnj^ sá mesti sem landið hafði ^ um aldir. Hann er oft pe faðir Hafnarfjarðar. Bjarni riddari Sívertsen Um það leyti sem e'n° ' versluninni var aflétt, bjo 1 . jjg- Selvogi ungur bóndi Bjar urðsson. Hann var Rannveigu FilippusdótWT 3r konu og vel menntaðri- h ^3e< nokkru eldri en hann og e ^ að hún giftist Bjarna. Sagt r(]} Rannveig hafi bæði *<enntig lestur og reikning e^t,rer ^ hófu sinn hjúskap, og vl5 sá lærdómur reyndist vel- rejfa Hinn ungi bóndi hóf 3 5jnn' fyrir sér með verslun 1 460 -ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.