Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1986, Blaðsíða 6
HAFNARFJÖRÐUR - Útgerðarbær - Eftir Sigurð Pétursson Saga Hafnarfjarðar er samofin sögu siglinga, verslunar og útgerðar hér á landi. Fjörðurinn var um aldir helsta viðkomuhöfn erlendra skipa sem til landsins sigldu. Þar hefur æ síðan verið stunduð verslun með fiskafurðir landsmanna. í Hafnarfirði fóru fram fyrstu tilraunir til útgerðar þilskipa hér við land, og þar var rekin fyrsta þilskipaútgerðin af íslenskum manni, sem barárangur. Einni öld síðar fóstraði svo Hafnarfjörður útgerð fyrsta togarans í eigu landsmanna. íslensk stórútgerð fólst í skútum á öldinni sem leið og togurum á þessari öld, og var Hafnarfjörður vettvangur beggja. Þilskip og togarar hafa byggt upp Hafnarfjörð. Hafnarfjörður hefur verið með stærstu bæjum landsins alla þessa öld. Þar hafa miklar sveiflur orðið í atvinnumálum. Fyrri hluta aldarinnar réðu erlend útgerðarfyrirtæki mestu í atvinnulífi bæjarins, en síðan tók bæjarútgerð við því hlutverki. Gengi bæjar- búa hefur verið nátengt afkomu útgerðar og fiskvinnslu fram eftir öldinni. Nú er rekin í Hafnarfirði útgerð báta, stórra og smárra. Auk þess eru starfandi í bænum fjöldi þjónustufyrirtækja, sem eiga sér langa hefð og þróast hafa með sjávarútveginum. Á síðustu árum hafa ennfremur komið fram nýjar aðferðir til fullvinnslu sjávarafurða, og starfa nokkur slík fyrirtæki í Hafnarfirði. Sjávarútvegur og iðn- aður tengdur honum, er einn af máttarstólpum atvinnulífs í bænum enn þann dag í dag. í þessu hefti verður rakin saga Haínarfjarðar á fyrri öldum og útgerð þilskipa og togara frá bænum sem varð til við fjörðinn um miðja síðustu öld. Seinna gefst vonandi tækifæri til að gera grein fyrir fiskvinnslu, skipasmíðum og fleiri greinum sem tengjast útgerðinni og úrvinnslu aflans sem hafnfirskir sjómenn hafa lagt á land og leggja enn. 450 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.