Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1987, Qupperneq 43

Ægir - 01.01.1987, Qupperneq 43
jón Þ. Þór: Úr dagbók ísfirsks skútuskipstjóra \ íslenskri atvinnusögu dregur 19. öldin gjarnan nafn af því atvinnu- t*ki, sem ööru fremur setti svip á sjavarútveginn og var undirstaða þeirra efnahagslegu framfara, Sem urðu hér á landi: þilskip- unum (skútuöldin). Á fyrri hluta 19. aldar var þil- skipaútgerð mest á Vestfjörðum, en um miðja 19. öld hófst skútu- öld við Eyjafjörð og næsta aldar- fjórðunginn voru höfuðstöðvar þilskipaútgerðarinnar þar og á ^estfjörðum. Á síðasta fjórðungi aldarinnar bættist Reykjavík í öópinn (þilskipaútgerð hófst þar 1866) og undir lok aldarinnar munu hvergi hafa verið gerð út fleiri þilskip. kraman af skútuöld stunduðu yestfirsk þilskip hákarlaveiðar öðru fremur, en er á leið urðu handfæraveiðar æ mikilvægari Þattur í útgerð þeirra, uns svo var kornið, að þau skip, sem gengu til hákarlaveiða, voru sárafá. Veiðar þilskipanna voru árs- hðabundnar, en ekki gengu þau hvarvetna til veiða á sama árstíma. Við Faxaflóa fylgdi ó|gerð þeirra hefðbundnum ver- hðum, en á Vestfjörðum hófu þau veiðar sfðla vetrar eða snemma v°rs, eftir því hvernig áraði, og v°ru að fram á haust. Allmikið efur verið ritað um sögu þil- skipaútgerðar á 19. öld,1 en minna verið fjallað um það, sem fram fór í veiðiferðunum, eða hvernig þær gengu fyrir sig. Kaflinn, sem hér fer á eftir, veitir örlitlar upplýsingar um þann þátt og er tekinn úr dagbók ísfirskrar skútu frá vorinu 1895. Skútan var „þiljubáturinn" Gunnar frá ísa- firði og var skipstjóri hans Ó. Jónsson. Gunnarvar 12,37 smál. að stærð í eigu Ásgeirsverslunar. „Árið 1895, dag 17. [apríl]: er fyrst kveiktur matseldur um borð á þilbátnum Gunnari frá ísafirði, formaðurog7 hásetareru komnir um borð og farið að undirbúa skipið á fiskveiðar og tekinn kostur til 6 vikna. 18. [apríl]: Slegiðundirseglum og skipið undirbúið til setnings. Norðanvindur með frosti. 19. [apríl]: Skipið er sett í frammfjöru, en flæði svo lítið að það fæst ekki til að fljóta. Hægð og gott veður. 20. [apríl]: Lítur út fyrir storm af vestri. Skipið fæst ekki til að fljóta. Stendur því á sama stað. 21. [apríl]: Sunnudagur, hægð og kafald. Kl. 5 formiðdags næst skipið fram með því að leggja það á síðuna með talíu og þá um leið náð ballest og pumpað því skipið er lekt. 22. [apríl]: Allgott veður. Skipið byrgt af salti, vatni og kolum og strekktir vantar og smurð öll rúmholt. Kl. 6-7 er skipið fært út í Sund. 23. [apríl]: Gott veður. Skip- skráðir hásetar og skipið tilbúið að sigla. Kl. 6-7 eftirmiðdags eru heist segl og siglt út í 5 vikna fiskitúr. Skipið er lekt, en dælan er í góðu standi. 24. [apríl]: Hægð og gott veður. Skipið er komið áfiskislóð kl. 5-6 formiðdags og liggur með niðurhalað 6 kvm [þ.e. sex danskar] mílur í NtV af Deild. Skipið lekur um 20 tonnum á vaktinni og þó pumpað á hverjum vaktaskiptum. 25. [apríl]: Sumardagurinn fyrsti. Hægð og gott veður, en kafaldsfjúk af S0. Skipið liggur á fiskislóð 12 kvm í Nt0 af Gölti. Skipið þurrausið, sami leki. 26. [apríl]: Bjart og gott veður, skipiðdrífurá líku svæði. Vindur- ÆGIR - 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.