Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 10
194 ÆGIR 4/87 ingu. Því miður tókst ekki að framleiða upp í gerða samninga. Ástæður voru m.a. minnkandi karfaafli og óhagstæð verð miðað við verðlag á öðrum mörkuðum. Einsýnt er, að ef þessi viðskipti eiga að halda áfram með svip- uðum hætti og áður fyrr, verður sovéski markaðurinn að borga sama verð og fæst á öðrum mörkuðum fyrir sambærilega vöru. Ýmislegt bendir til að sala frystra sjávarafurða muni aukast til ýmissa landa á meginlandi Evr- ópu á næstu árum. Sölufyrirtæki eriendis íslendingar eiga nokkur fyrir- tæki erlendis, sem annast sölu frystra sjávarafurða á helstu mörkuðum. Er þetta í samræmi við nútímaviðskiptahætti, þar sem framleiðandinn reynir að fylgja vöru sinni eftir á þeim mörkuðum, sem eru hvað mikil- vægastir. í sölu matvæla hefur þetta enn meiri þýðingu en í sölu annarra vöruflokka. Ræður hér m.a. um, að matvörureinsogt.d. frystar sjávarafurðir, eru við- kvæmar í flutningi, geymslu og sölu og því mikilvægt að geta fylgt þessum atriðum sem best eftir allt til neytenda. Þá er það ekki síður mikilvægt að hafa gott yfirlit yfir verðþróunina og geta fylgst með hinum öru breytingum á kröfum og smekk kaupenda. Vöruþróun er einnig stórt atriðið í starfsemi dótturfyrirtækja stóru sölusamtakanna erlendis. í þeim efnum hafa þessi fyrirtæki gegnt forustuhlutverki s.s. í Bandaríkj- unum. Þau fyrirtæki, sem helst koma við sögu í þessum efnum eru sem fyrr. I Bandaríkjunum: Coldwater Seafood Corp., (S.H.), lceland Seafood Corp., (S.Í.S.) og Ocean Harvester. Á Bretlandi: lcelandic Freezing Plants Ltd., (S.H.) og lceland Seafood Ltd., (S.Í.S.). Á s.l. 3 árum hafa sölur Cold- water (C.S.C.) og lceland Sea- food Corp. (I.S.C.) verið eins og tafla 9 sýnir. Samtals jukust sölur þessara fyrirtækja úr US$ 350,3 millj. árið 1985 í US$ 392,4 millj. árið 1986 eða um US$ 42,1 millj. sem var 12% aukning. í krónum mælt miðað við meðalgengi dollarans kr. 41,00 voru heildarsölur fyrir- tækjanna árið 1986 kr. 16,1 mill- jarður eða sem næst heildarút- flutningsverðmæti allra frystra sjávarafurða frá íslandi á því ári. Segir það nokkuð til um umfang og stærð þessara fyrirtækja. Þá hefur fyrirtækinu Ocean Har- vester gengið vel á Bandaríkja- markaði. Á árinu lét Guðjón Ólafsson, forstjóri I.S.C. af störfum eftir 11 ára farsælt starf fyrir fyrirtækið, en hann tók við forstjórastöðu Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Við forstjórn I.S.C. tók Eysteinn Helgason, viðskiptafræðingur. Á árinu hætti Coldwater rekstri fiskiðnaðarverksmiðjunnar í Eve- rett, Boston, og færði alla fram- leiðslustarfsemina í verksmiðju fyrirtækisins í Cambridge, Mary- land. Everett-aðstaðan var áfram notuð sem móttöku- og fryst'- geymslustöð. — Þá rak I.S.C. fisk' iðnaðarverksmiðju sína í Harris- burg af miklum krafti. Bæði fyrirtækin áttu við þa“ vandamál að stríða á árinu 1986, að þau fengu ekki til sölurneð- ferðar nægilega mikið magn a þýðingarmiklum fisktegundum eins og þorski, ýsu og karfa svo eitthvað sé nefnt. Háði það starí- seminni, sem gekk að öðru ley'1 vel. Á Bretlandi hafa umsvif íslend- inga í fisksölumálum aukist gííur' lega á örfáum árum. Eru Þeir eignaraðilar að nokkrum fyrir' tækjum í Hull og Grimsby, sem annast sölu fersks/ísaðs fisks a breska markaðnum. Þá eiga storu sölusamtökin, S.H. og S.l-p- rekstrarfyrirtæki á Bretlandi- Fyrirtæki S.H., lcelandic FreeZ ing Plants Ltd., Grimsby, stad' rækir þar stóra fiskiðnaðarver' smiðju og frystigeymslu. Þá er S.Í.S. með sölufyrirtækið, lce land Seafood Ltd., í Hull. Heildarsölur fyrirtækjanna s-• 3 ár hafa verið eins og tafla sýnir. Tafla 9. Coldwater Seafood Corp. lceland Seafood Corp. Milljón Breyting Milljón Breytii >3 dollarar % dollarar % 1984 208,7 + 7,3 120,0 0,0 1985 ... 216,1 + 3,5 134,2 11,8 1986 235,3 + 8,9 157,1 1á£__J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.