Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 32

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 32
216 ÆGIR 4/87 inniheldur rækjuúrgangur tölu- vert af próteinum og bragðefnum sem auka fóðurtöku hjá laxfisk- um. Það er því æskilegt að nota rækjuúrgang í fiskafóðurblöndur. Erfiðlega hefur gengið að þurrka rækjuúrgang þar sem of mikil hitun eyðileggur litarefnin, sem eru eftirsóknarverð, en hinsvegar er bæði hægt að frysta og sýra rækjuúrgang og varðveita hann þannig til blöndunar í fóður. Gera þarf frekari tilraunir með vinnslu af þessu tagi. 4.4. Grásleppa Á ári hverju fleygjum við um 5-6 þús. tonnum af grásleppu. Sem stendur virðist eini mögu- leikinn á nýtingu vera meltu- vinnsla. Skyldi koma sá dagur á þessum síðustu tímum vaxandi áhuga á sérstæðum sjávarréttum að markaðir finnist fyrir „sérverk- aða grásleppu"? 4.5. Fiskkraftur Eins og flestum er kunnugt hefur vaxið mjög áhugi á fram- leiðslu ýmiss konar unninna fisk- rétta úr þvegnu fiskfarsi, svoköll- uðu surimi. Úr þessu hráefni hafa verið unnir fiskréttir svo sem gervi- krabbi og gerviskelfiskur. Hafa þessar afurðir líkað vel bæði vest- anhafs og austan og sala á þeim aukist jafnt og þétt. Tilraunir með surimivinnslu hér á landi hafa hins vegar sýnt að verð á þessari afurð sé of lágt til að slík vinnsla geti borgað sig. Með vaxandi sölu á fiskréttum úr þessu hráefni vex þörfin á ýmiss konar bragðefnum t.d. humar- og skelfiskkrafti. Hér ættu að vera möguleikar fyrir okkur. Fyrir 7-8 árum voru gerðar tilraunir á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins með að vinna humarkraft úr humar- búkum og klóm. Þetta var gert með tiltölulega flóknum aðferð- um. Efnið var hakkað og blandað með ísoprópýlalkóhóli, sem síðan var eimað upp þannig að eftir varð rauðleitt humarþykkni. Þessi afurð reyndist vel og fékk góða dóma erlendis, en rekstrar- áætlanir sýndu að vinnslukostn- aður væri of hár. Nú er áhugi á því að gera tilraunir með það hvort ekki sé unnt að framleiða bragðefni úr humar-, rækju- og skelfiskúrgangi með ódýrari hætti. 4.6. Lifur Nýting á lifur er fyrir löngn orðið klassískt mál en hefur öðl- ast nýtt mikilvægi vegna þeirra niðurstaðna um hollustu fiskfitu sem ég gat um áðan. Eftirspufn eftir kaldhreinsuðu þorskalýsi fer vaxandi og ætti að geta stórauk- ist. Sama er að segja um niður- suðu á lifur. Söluaðilar lagmetis segjast geta selt miklu meira magn af niðursoðinni lifur en nu Surimi-vinnsla á Rifi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.