Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1987, Page 32

Ægir - 01.04.1987, Page 32
216 ÆGIR 4/87 inniheldur rækjuúrgangur tölu- vert af próteinum og bragðefnum sem auka fóðurtöku hjá laxfisk- um. Það er því æskilegt að nota rækjuúrgang í fiskafóðurblöndur. Erfiðlega hefur gengið að þurrka rækjuúrgang þar sem of mikil hitun eyðileggur litarefnin, sem eru eftirsóknarverð, en hinsvegar er bæði hægt að frysta og sýra rækjuúrgang og varðveita hann þannig til blöndunar í fóður. Gera þarf frekari tilraunir með vinnslu af þessu tagi. 4.4. Grásleppa Á ári hverju fleygjum við um 5-6 þús. tonnum af grásleppu. Sem stendur virðist eini mögu- leikinn á nýtingu vera meltu- vinnsla. Skyldi koma sá dagur á þessum síðustu tímum vaxandi áhuga á sérstæðum sjávarréttum að markaðir finnist fyrir „sérverk- aða grásleppu"? 4.5. Fiskkraftur Eins og flestum er kunnugt hefur vaxið mjög áhugi á fram- leiðslu ýmiss konar unninna fisk- rétta úr þvegnu fiskfarsi, svoköll- uðu surimi. Úr þessu hráefni hafa verið unnir fiskréttir svo sem gervi- krabbi og gerviskelfiskur. Hafa þessar afurðir líkað vel bæði vest- anhafs og austan og sala á þeim aukist jafnt og þétt. Tilraunir með surimivinnslu hér á landi hafa hins vegar sýnt að verð á þessari afurð sé of lágt til að slík vinnsla geti borgað sig. Með vaxandi sölu á fiskréttum úr þessu hráefni vex þörfin á ýmiss konar bragðefnum t.d. humar- og skelfiskkrafti. Hér ættu að vera möguleikar fyrir okkur. Fyrir 7-8 árum voru gerðar tilraunir á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins með að vinna humarkraft úr humar- búkum og klóm. Þetta var gert með tiltölulega flóknum aðferð- um. Efnið var hakkað og blandað með ísoprópýlalkóhóli, sem síðan var eimað upp þannig að eftir varð rauðleitt humarþykkni. Þessi afurð reyndist vel og fékk góða dóma erlendis, en rekstrar- áætlanir sýndu að vinnslukostn- aður væri of hár. Nú er áhugi á því að gera tilraunir með það hvort ekki sé unnt að framleiða bragðefni úr humar-, rækju- og skelfiskúrgangi með ódýrari hætti. 4.6. Lifur Nýting á lifur er fyrir löngn orðið klassískt mál en hefur öðl- ast nýtt mikilvægi vegna þeirra niðurstaðna um hollustu fiskfitu sem ég gat um áðan. Eftirspufn eftir kaldhreinsuðu þorskalýsi fer vaxandi og ætti að geta stórauk- ist. Sama er að segja um niður- suðu á lifur. Söluaðilar lagmetis segjast geta selt miklu meira magn af niðursoðinni lifur en nu Surimi-vinnsla á Rifi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.