Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 24
208 ÆGIR 4/87 Þór Jakobsson: Norðurslóðir rannsóknir og samgöngur Hér verður sagt lauslega frá nokkrum áætlunum um rann- sóknir á norðurslóðum og þá eink- um á höfunum, í von um að les- endumÆgisfinnistforvitnilegtað fylgjast með framvindu mála. Rannsóknir á þessu sviði hafa aukist talsvert síðasta áratuginn ogeru ráðagerðir uppi um nánara samstarf þjóða á milli. Bandaríkin Fyrst skal geta þess, að Banda- ríkin undirbúa 5 ára allsherjar- áætlun um rannsóknir á norður- slóðum, samkvæmt lögum sem voru samþykkt á Bandaríkjaþingi árið 1984. Rannsóknaráði Bandaríkjanna, Pólarannsókna- ráði landsins og allstórum hópi vísindamanna í ýmsum fræði- greinum var falið að tilgreina helstu vandamál og verkefni. Niðurstöðurnar voru birtar í bækl- ingi, sem kom út árið 1985, og ennfremur kom út úrdráttur í maí 1986 á vegum sérstakrar nefndar um rannsóknir á norðlægum slóðum, „Arctic Research Com- mission". ítarlegri áætlanir verða samdar smám saman og síðan verður hafist handa á næstu árum. í áætlunum Bandaríkjanna eru norðlægar slóðir taldar vera Norður-íshafið, öll haf- og land- svæði umnhverfis það, suður að 70. gráðu norðlægrar breiddar, og auk þess vesturströnd Alaska og eyjarnar þar fyrir sunnan. I fyrirætlunum Bandaríkjanna er gert ráð fyrir rannsóknum á sjó, hafís og lofthjúpi, þar með háloft- um, og segulsviði jarðar nyrst, sólgeislun, skýjafari o.m.fl. Þá verður frekari leit að náttúruauð- lindum á dagskrá. Samgöngur og hervarnir fá sinn skammt, og einnig mengunarvarnir. Lögð verður jafnframt áhersla á líf- fræðilegar rannsóknir, þ.e.a.s. athugun á dýralífi og gróðri á láði og í legi. Að lokum skal talið sjálft mannlífið á norðurhjara, menn- ing og hagkerfi. Rannsóknirnar verða því á mörgum sviðum. Noröurlöndin Norðurlöndin stefna líka að því að efla rannsóknir sínar á norðurslóðum. Undanfarið hefur verið unnið að því að efla sam- starf Norðurlandaþjóðanna þannig að skerfur þeirra hverfi síður í skuggann af stórvirkjum risaveldanna. Auk Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna stunda Þýskaland, Frakkland og Japan norðurslóðarannsóknir, svo að hyggilegt er fyrir Norðurlöndin að samræma rannsóknir sínar og leggjast á eitt til að koma í veg fyrir, að stórþjóðirnar sitji einar að rannsóknum á haf- og land- svæðum Norðurlanda. Norðurlöndin hafa hvert ísínU lagi kannað hafsvæði, hafís veðurfar á tilteknum svæðun1- Finnar og Svíar hafa mikla reynsu frá Eystrasalti, Norðmenn frá Bar entshafi, Svalbarða og svonefnd1-1 Framsundi milli Svalbarða Grænlands. Danir hafa enn me höndum ískönnun og hafísrann sóknir við Grænland og lslen . ingar fylgjast náið með hatis Grænlandssundi og við strendur íslands. Norðurlöndin hafa margsinn's unnið saman að verkefnum, nú er sem sagt í bígerð að e samstarfið. Nefna má undirbu1^ ing að samstarfi á tveimu sviðum. í fyrsta lagi er tillaga um að setja á laggirnar gagnabanka týr' fjarkönnunargögn, t.d. veö tunglamyndir í framkallanl6^ merkjaformi, en svo er ma' háttað, að veðurtunglaupp G ingum sem norrænar mótto ^ stöðvar fá að ofan er aðe'n haldið til haga í 3 mánuði. Sl' ^ upplýsingar verða óðar en va rúmfrekar þar sem þær strey ‘. að í stríðum straumum og P sérstaka tækni við frambúó3 geymslu á upplýsingunum- í öðru lagi er verkefni, se^ hefur verið í undirbúningi sl- 3 Það er ítarleg könnun á Gr‘. landshafi, þ.e.a.s. hafsvseð'^ úti fyrir austurströnd Grænla'1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.