Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1987, Side 24

Ægir - 01.04.1987, Side 24
208 ÆGIR 4/87 Þór Jakobsson: Norðurslóðir rannsóknir og samgöngur Hér verður sagt lauslega frá nokkrum áætlunum um rann- sóknir á norðurslóðum og þá eink- um á höfunum, í von um að les- endumÆgisfinnistforvitnilegtað fylgjast með framvindu mála. Rannsóknir á þessu sviði hafa aukist talsvert síðasta áratuginn ogeru ráðagerðir uppi um nánara samstarf þjóða á milli. Bandaríkin Fyrst skal geta þess, að Banda- ríkin undirbúa 5 ára allsherjar- áætlun um rannsóknir á norður- slóðum, samkvæmt lögum sem voru samþykkt á Bandaríkjaþingi árið 1984. Rannsóknaráði Bandaríkjanna, Pólarannsókna- ráði landsins og allstórum hópi vísindamanna í ýmsum fræði- greinum var falið að tilgreina helstu vandamál og verkefni. Niðurstöðurnar voru birtar í bækl- ingi, sem kom út árið 1985, og ennfremur kom út úrdráttur í maí 1986 á vegum sérstakrar nefndar um rannsóknir á norðlægum slóðum, „Arctic Research Com- mission". ítarlegri áætlanir verða samdar smám saman og síðan verður hafist handa á næstu árum. í áætlunum Bandaríkjanna eru norðlægar slóðir taldar vera Norður-íshafið, öll haf- og land- svæði umnhverfis það, suður að 70. gráðu norðlægrar breiddar, og auk þess vesturströnd Alaska og eyjarnar þar fyrir sunnan. I fyrirætlunum Bandaríkjanna er gert ráð fyrir rannsóknum á sjó, hafís og lofthjúpi, þar með háloft- um, og segulsviði jarðar nyrst, sólgeislun, skýjafari o.m.fl. Þá verður frekari leit að náttúruauð- lindum á dagskrá. Samgöngur og hervarnir fá sinn skammt, og einnig mengunarvarnir. Lögð verður jafnframt áhersla á líf- fræðilegar rannsóknir, þ.e.a.s. athugun á dýralífi og gróðri á láði og í legi. Að lokum skal talið sjálft mannlífið á norðurhjara, menn- ing og hagkerfi. Rannsóknirnar verða því á mörgum sviðum. Noröurlöndin Norðurlöndin stefna líka að því að efla rannsóknir sínar á norðurslóðum. Undanfarið hefur verið unnið að því að efla sam- starf Norðurlandaþjóðanna þannig að skerfur þeirra hverfi síður í skuggann af stórvirkjum risaveldanna. Auk Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna stunda Þýskaland, Frakkland og Japan norðurslóðarannsóknir, svo að hyggilegt er fyrir Norðurlöndin að samræma rannsóknir sínar og leggjast á eitt til að koma í veg fyrir, að stórþjóðirnar sitji einar að rannsóknum á haf- og land- svæðum Norðurlanda. Norðurlöndin hafa hvert ísínU lagi kannað hafsvæði, hafís veðurfar á tilteknum svæðun1- Finnar og Svíar hafa mikla reynsu frá Eystrasalti, Norðmenn frá Bar entshafi, Svalbarða og svonefnd1-1 Framsundi milli Svalbarða Grænlands. Danir hafa enn me höndum ískönnun og hafísrann sóknir við Grænland og lslen . ingar fylgjast náið með hatis Grænlandssundi og við strendur íslands. Norðurlöndin hafa margsinn's unnið saman að verkefnum, nú er sem sagt í bígerð að e samstarfið. Nefna má undirbu1^ ing að samstarfi á tveimu sviðum. í fyrsta lagi er tillaga um að setja á laggirnar gagnabanka týr' fjarkönnunargögn, t.d. veö tunglamyndir í framkallanl6^ merkjaformi, en svo er ma' háttað, að veðurtunglaupp G ingum sem norrænar mótto ^ stöðvar fá að ofan er aðe'n haldið til haga í 3 mánuði. Sl' ^ upplýsingar verða óðar en va rúmfrekar þar sem þær strey ‘. að í stríðum straumum og P sérstaka tækni við frambúó3 geymslu á upplýsingunum- í öðru lagi er verkefni, se^ hefur verið í undirbúningi sl- 3 Það er ítarleg könnun á Gr‘. landshafi, þ.e.a.s. hafsvseð'^ úti fyrir austurströnd Grænla'1

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.