Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1987, Side 26

Ægir - 01.04.1987, Side 26
210 ÆGIR 4/87 ísbrjóturinn Otto Schmidt hefur komiö til íslands nokkrum sinnum. hefur átt sér stað undanfarna ára- tugi í norðurhéruðum Sovétríkj- anna, olíu- og gasvinnsla hefur stóreflst eins og kunnugt er, skógarhögg, námugröftur o.fl. Miklar framkvæmdir hafa því verið þar og fólki heldur fjölgað. Vegir, járnbrautir og flugvellir hafa verið gerðir, en auk þess hefur verið lögð rík áhersla á að bæta skipasamgöngur og gera flutninga á sjó og í gegnum ísinn arðbærari miðað við flutninga á þurru landi eða flugleiðis. í stuttri grein er ekki hægt að lýsa rækilega siglingum Rússa um Norður-íshaf. Helstu hafnir eru Murmansk, Dudinka, Khatanga, Tiksi og Pevek. ís er mjög breyti- legur eftir hafsvæðum og stöðum og frá ári til árs. Unnt hefur verið að framlengja siglingatímann upp í 4 mánuði. Hafísspár batna, leikni eykst við stjórn ísbrjóta í fararbroddi skipalesta og nútíma- farmtækni gerir flutningana áhættuminni fyrir vöruna. Sovétríkin eiga allstóran ísbrjótaflota og eru nokkrir þeirra knúnir kjarnorku, þar með talinn einn nýr frá síðasta vetri, „Ross- iya", sem einkum verður beitt í Kara-hafi milli Novaya Semlyaog Severnaya Zemlya. „Rossiya" er byggður í Sovétríkjunum, en ann- ars eru margir ísbrjótar Rússa smíðaðir í Finnlandi. Sérstök skip eru smíðuð fyrir flutninga í árósum stórfljótanna og upp með þeim eins langt og kleift er. Dýpt og ísmagn ræður miklu um hve langt er fært upp fljótin. Sérstaklega rammgerð skip af svonefndri SA-15-gerð hafa verið smíðuð undanfarin ár í Finnlandi og þóttu þau valda þáttaskilum í skipaflutningum á Norður-íshafi. Árið 1985 voru sextán ísbrjótar yfir 10.000 tonn á „Norðurleið- inni" norðan Rússlands og Síber- íu. Níu þeirra voru vestanmegin en sjö Kyrrahafsmegin. Fjöldi skipa, sem eru á þessum slóðum og sigla þar um mislangar leiðir, er um 400 talsins. Ferðir árið 1985 voru um 650. Heildar- fraktin það ár mun hafa verið um það bil sex milljón tonn. Margs- kyns vörur eru fluttar eins og gefur að skilja, því að hér er um að ræða flutninga til og frá og milli gífurlegra landflæma. Timbur er flutt burt, olíuleiðslur, verkfæri o.m.fl. inn til hafna og athafnasvæða. Einstaka ferðir með vörur hata nú þegar verið farnar milli Len- ingrad við Eystrasalt, norður um íshaf með vörur til Pevek þaðan til Japan þeirra erinda a sækja pípur í gasleiðslur Norður-Síberíu. Einnig hafa skip frá Murmansk sótt hveiti til Van couver á vesturströnd Kanada- Að loknum sex slíkum reynsU ferðum milli Atlantshafsog Kyrraj hafs var greint frá því, að mik' tími og eldsneyti hefði sparas1' þar sem Norður-íshafsleiðin ll. Kyrrahafsins væri helmingi styttn en leiðin um Atlantshaf og Pan amaskurð. Hafísinn er vissulega erfiðL viðureignar enn þann dag í da8j en síbætt tækni hefur komið^ skjalanna og opnar nú sma saman leið sem hefur verið er yfirferðar allt frá því er saens skipið Vega fór norðurleiðin1 fyrst fyrir rúmum 100 árum ísland verður í þjóðleið, miðJ‘, vegu í „sundi" því sem ligSu., Norður-íshaf, - hafið sem hjálmur Stefánsson kallaði n|C eiginlega Miðjarðarhaf. Höfundur er veðurfræðingur og to| stöðumaður hafísdeildar Veðurs o unnar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.