Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1987, Side 42

Ægir - 01.04.1987, Side 42
226 ÆGIR 4/87 Björn Jóhannesson • Ingimar Jóhannsson: Heimsókn í skoska laxarannsóknarstöð 1. Inngangsorð Dr. John E. Thorpe, forstöðu- maður laxarannsóknarstofnunar- innar í Pitlochry í Skotlandi, er víðkunnur vísindamaður á sviði Iífeðlisfræði og eldi laxaseiða. Höfundum þessarar greinar höfðu borist allmargar nýlegar ritsmíðar eftir Dr. Thorpe, ásamt skyldum greinum eftir aðra vís- indamenn, og eftir nokkur bréfa- viðskipti varð það að ráði, að við heimsæktum Pitlochry stofnun- ina. Dr. Thorpe eyddi öllum deg- inum 30. mars 1987 í viðræður viðokkurogtil þessaðsýnarann- sóknarstöðu og ræða rannsóknar- verkefni stofnunarinnar. Frá þessum viðræðum og skoðana- ferðum er hér drepið á nokkur atriði, sem við teljum að eigi erindi til hérlendra laxaframleið- enda. Annarra atriða - sem að vísu eru áhugaverð en varða íslenskan laxaiðnað lítið að svo stöddu-erhinsvegarekki getið. 2. Mikilvæg spurning Megináhugamál eða spurning okkar var að leita upplýsinga um það, hvernig íslenskar laxeldis- stöðvar gætu best nýtt hérlenda aðstöðu - sem grundvallast á jarðhita og köldu lindarvatni - til þess að framleiða fyrsta flokks sjógönguseiði eftir eins sumars eldi (svokölluð 1 + seiði). Vegna skorts á jarðhita í öðrum laxa- löndum við norðanvert Atlants- haf eru þar einkum framleidd gönguseiði eftir 2ja sumra eldi (svokölluð 2+ seiði). Þess er raunar ekki að vænta, að erlend reynsla geti gefið viðhlítandi svör við spurningu okkar um 1 + seiði, með því að annars staðar eru ekki tiltækar sambærilegar náttúrlegar aðstæðurog hérlendis. Entrúlega eru ýmis grundvallaratriði eða lögmál varðandi IífsferiI laxa- seiða hin sömu í ýmsum löndum, einsogt.d. á íslandi ogSkotlandi. Verður hér drepið á nokkur slík grundvallaratriði. 3. Breytilegur vaxtarhraði Laxeldismenn munu veita því eftirtekt, að laxaseiði vaxa mis- jafnlegaörtviðsömuskilyrði. Dr. Thorpe hefur kannað þetta atriði allítarlega fyrir alsystkini, þ.e. seiði undan sömu hrygnunni. Strax í ágúst á fyrsta sumri seið- anna fer hluti þeirra að vaxa hraðar en afgangurinn. í október er þessi munurorðinn greinilegur og eykst síðan jafnt og þétt þar til í apríl á næsta ári, að meðallengd stórvaxnari hópsins er orðin um 10 cm , en um 7 cm fyrir þann smávaxnari (sjá línurit). Hetur síðarnefndi hópurinn raunarekk- ert vaxið á tímabilinu frá október þar til í apríl á næsta ári. Stor- vaxnari hópurinn silfrast (smoltad svo, og honum er sleppt til sjávar eftir rúmlega eins árs eldi (sem 1+ seiði), en sá smávaxnari tekur mikinn vaxtarkipp á tímabilm11 frá apríl til desember og siltrast sem 12—13 cm 2ja sumra seiðL eða 2+ seiði. Þess má geta, a meðallengd umræddra seiða- hópa verður nokkru meiri en ae ofan greinir, þegar þau ganga •' sjávar, eða 11—12 cm fyrir 1 + seiði en um 13-14 cm fyrir 2 + seiði. Þetta þættu smávaxin seiö' í íslenskum eldisstöðvum, en 1 Skotlandi er yfirborðsvatn, seu1 notað er í eldisstöðvum, mj°8 kalt yfir vetrarmánuðina. Dr. Thorpe og samstarfsmenu hans hafa staðreynt, að það er sumpart erfanlegur eiginleiku hversu mikill hluti seiða falla ! hraðvaxna hópinn og hve mik'1 hluti í þann seinvaxna. Fræðileg3 séð er því unnt að velja þannig undaneldisfisk, að flestir afkom' endanna lendi í hraðvaxnan hópnum. Slíkt er þó aðeins á ferl

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.