Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1989, Side 12

Ægir - 01.03.1989, Side 12
120 ÆGIR 3/8? Bjarni Sívertssen: Saltfiskiðnaðurinn áríð 1988 Arið 1988 var íslenskum saltfiskiðnaði sem öðrum greinum botnfiskvinnsl- unnar býsna erfitt ár. Að vísu var sjávarafli mikill og nægilegt hrá- efni til ráðstöfunar og framleiðsla þvt mikil víðast hvar á landinu en það voru fyrst og fremst ýmis hinna svonefndu ytri skilyrða sem voru greininni óhagstæð sem leiddu til taprekstur mikinn hluta ársins og mjög erfiðrar fjárhags- stöðu er líða tók á árið. Er hér fyrst og fremst átt við lækkandi markaðsverð, sífellt þyngri tolla í markaðslöndunum á sama tíma og allur tilkostnaður hér innan- lands hækkaði og gengi krón- unnar sem var of hátt skráð þrátt fyrir tíðar gengisfellingar. Breyt- ingin til hins verra á árinu 1988 er því áþreifanlegri þar sem árið 1987 var nokkuð gott saltfiskár. Afli í salt Síðastliðið ár var mikið aflaár. Bráðabirgðatölur Fiskifélags ís- lands benda til þess að heildarafl- inn hafi verið tæp 1.750 þús. tonn og er það mesti heildarafli sem landsmenn hafa fengið á einu ári. Botnfiskaflinn var 695 þús. tonn, sá mesti frá árinu 1981 og þorsk- aflinn 374 þús. tonn, um 4% minni en árið 1987, en sem kunn- ugt er var stefna stjórnvalda sú að samdráttur þorskaflans á árinu 1988 yrði 10%. Tæp 171 þús. tonn af botnfisk- aflanum fór til söltunar og var hlutfallsleg skipting hans tegunda þessi: milli fisk- Þorskur 90% Ufsi 8% Langa/keila 2% Alls 100% Það er athyglisvert að þrátt fyrir verulega lækkun markaðsverðs á saltfiski á árinu, í Bandaríkjdölum talið, heldur söltunin nær sínum hlut í þorskaflanum þar sem magnminnkunin á árinu 1988 er um 4% eða sama hlutfall og varð í samdrætti heildarþoskaflans. Það sama má segja um frystinguna en hlutfallsleg aukning varð í útflutn- ingi á ferskum fiski. Þetta kemur fram í töflu 1 hér að neðan. Framleiðslan Saltfiskframleiðslan 1988 var 63.200 tonn eða tæpum 2% minni en metárið 1987 en þá var heildarsaltfiskframleiðslan 64.4Ú0 tonn. Samdráttur var í framleiðsl11 á vertíðarsvæðunum tvein1- Suðurnesjum og Snæfellsnesi, sV° og á Austfjörðum eins og fra(l1 kemur í töflu 2 sem sýnir skipting11 framleiðslunnar milli framleiðsl11' svæða, en framleiðsluauknin^ varð á öðrum svæðum. Framleiðendur sem komu vl sögu á árinu voru aðeins færri ea árið áður eða 383 í stað 405 áfi 1987. Meðalframleiðsla á hverl1 framleiðanda var því 163 tofln_ Sem fyrr var saltfiskverkunarst0 KASK með mesta framleiðslu, rú'11 3 þús. tonn, en 11 fyrirtæki franl leiddu meira en 800 tonn. Skipting framleiðslunnar rfli helstu afurðaflokka var nokkn hefðbundin. Framleidd voru tfl-T1 55 þús. tonn af blautverkuðfl111 fiski, 6 þús. tonn af saltflökum 2.200 tonn af þurrfiski. Hebte breytingar frá fyrra ári eru þ*er a Tafla 1 Hlutfallsleg skipting þorskaflans milli verkunargreina 1988 1987 1986 Fryst 42.8% 42.9% 47.2% Saltað 40.9% 41.2% 37.1% ísað 14.2% 13.4% 14.1% Annað 2.1% 2.5% 1.6% 100% 100% 100%

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.