Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1989, Page 14

Ægir - 01.03.1989, Page 14
122 ÆGIR 3/89 innflutningstollar á saltfiski, bitn- uðu ekki nema að litlu leyti á útflutningi SÍF. Á síðustu mán- uðum 1987 og á þeim fyrstu 1988 veiktist Bandaríkjadalur sífellt gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á frystum afurðum lækkaði á Bandaríkjamarkaði og stór saltfisk- markaður í Brasilíu nær lokaðist. Líkt og íslendingar lögðu ýmsar aðrar fiskveiðiþjóðir ríkari áherslu á Evrópumarkaðinn og söltun jókst víðast hvar, einkum hjá helstu samkeppnisaðilum okkar, Kanadamönnum og Norðmönn- um. Við þetta bættist að aukið magn af ferskum fiski streymdi inn á Evrópumarkaðinn sem leiddi m.a. til aukinnar söltunar í við- skiptalöndum SÍF. Afleiðing auk- ins framboðs á saltfiskmörkuðum kom í Ijós strax á fyrstu mánuðum ársins. Markaðsverð lækkað, Evrópubandalagið herti á tollapó- litík sinni og seljendur urðu að sætta sig við sífellt lengri greiðslu- frest. Þrátt fyrir þessar þrengingar á mörkuðunum flutti SÍF út á árinu 1988 61.330 tonn af saltfiski að verðmæti 223 milljónir USD (cif). Miðað við meðalgengi ársins svarar útflutningsverðmætið til 9,6 milljarða króna. Útflutnings- magnið minnkaði um 1 % frá árinu áður en það ár var, sem kunnugt er, að magni til mesta útflutn- ingsár í sögu SÍF. Útflutningsverð- mætið, mælt í Bandaríkjadölum, varð um 4% minna árið 1988 en 1987 en jókst um tæp 7% í krónum talið. Sem fyrr fór langstærsti hluti útflutningsins til landa innan Evrópubandalagsins eða yfir 98% útflutningsins og sem áður var langmest selt til Portúgals eða um 61% af magninu, 18% til Spánar en minna til annarra landa. Afkoman Afkomuleysi er réttnefni á stöðu sjávarútvegsins á síðasta ári. Staðan var reyndar skömminni skárri í saltfiskvinnslunni en í öðrum greinum botnfiskvinnsl- unnar, einkum fyrri hluta ársins, en stóð í járnum (við 0-punkt) seinni hluta ársins að mati Þjóð- hagsstofnunar. Reyndar telja hags- munaaðilar í sjávarútvegi þá ágætu stofnun vanmeta ýmsa kostnaðarþætti, þannig að staðan er í flestum tilvikum verri en stofn- unin gefur út. Eins og talsmenn saltfiskvinnsl- unnar hafa oft réttilega bent á, þá greiddi söltunin ein greina botn- fiskvinnslunnar í Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins á árunum 1986 og '87, samtals um 600 mill- jónir króna eða 3,5-4,6% af útflutningsverðmæti saltfisks á þessum árum. Eftir að markaðs- verð tók að lækka á árinu féllu greiðslur í sjóðinn niður og á síð- ustu mánuðum ársins var greitt úr sjóðnum allt að 4-5% á einstaka afurðaflokka, þannig að af þessum 600 milljónum króna, sem sjóður- inn innheimti á árunum 1986 og '87 fást tæpar 100 milljónir til baka vegna framleiðslu ársins 1988. eða rúmt 1% af útflutnings- verðmæti ársins. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um rekstrarskilyrðí vinnslunnar. Ef ÞHS segir að salt- fiskiðnaðurinn sé rekinn nú t.a. með 2% hagnaði má draga 4-5% frá, sem nemur greiðslunni úr Verðjöfnunarsjóði; þ.e. úr þeirri sparisjóðsbók sem framleiðendur greiddu í á árunum 1986 og '87, því það er aðeins brosleg reikn- ingskúnst að taka slíka greiðslu með, þegar rekstrarskilyrði grein- arinnar eru metin, því hér er ekki um að ræða óafturkræft lán eða styrk. Fyrirtæki í sjávarútvegi munu þó ekki standa eða falla með greiðslum úr eða í Verðjöfnunar- sjóð. Afkoma útflutningsfyrirtækja hefur og mun ætíð byggjast á því að gengi krónunnar sé rétt skráð- Þetta má glöggt sjá ef litið er til ársins 1988. Á sama tíma og alúr innlendur kosntaður hækkaði- lækkaði markaðsverð. Sá mikl’ munur sem myndaðist á árínu milli kostnaðar og tekna varð a engan hátt brúaður með töfraorð' stjórnmálamanna, „hagræðingu ■ Eina þekkta leiðin er sem fyrr að skrá gengi krónunnar „rétt". VissU' lega voru þrjár gengisfellingar a árinu, en þær náðu þó ekki að brúa bilið. Sem dæmi um þetta má nefM að útflutningsverðmæti saltfis^' afurða árið 1988 var 9,6 miH' Cj jarðar kr. á meðalgengi ársins. L gengi ísl. kr. hefði breyst ja,n mikið á árinu 1988 eins og inn' lendar kostnaðarhækkanir °% lækkun markaðsverðs í Banda' ríkjadölum, hefði útflutningsverð' mætið orðið 11,2 milljarðar. ÚpP á vantar 1,6 milljarð eða 16,2 og meðalgengi dollarans 19 , hefði þurft að vera rúmar 50 kr- stað 43 kr. Það er þó ekki eingöngu órau'1 hæf gengisskráning krónunnar sem veldur því að aðstandendl,r saltfiskiðnaðarins bera kvíðbog3 brjósti. Innflutningstollar Evróp1' bandalagsins, sem á alls ekki a vera einkamál söltunarinnar heldur þjóðarbúsins í heild, hlad'1 sífellt hærri varnarmúra um mar aðina sem verða æ erfiðari yr'r ferðar. Á síðasta ári voru greidn tollar af íslenskum saltfiski senj nemur 600 milljónum króna- Evrópubandalagið nýtti tolla sína að fullu yrði að greiða 1.500 m' jónir króna í toll af íslenskum sa , fiski miðað við verðlag í dag- við' verða íslenskir ráðamenn leggja sig alla fram við að na unandi samningi við EvrópbanO1 lagið um tollaívilnanir ef saltf'5^. iðnaður landsmanna á ekki leggjast af í náinni framtíð. Ef5,1 yrði er hætt við því að 51,11 byggðalög sem byggja atvi nna

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.