Ægir - 01.03.1989, Side 23
3/89
ÆGIR
131
Frávi|(
einnig komist í lágmark fljótlega
eftir að veiðar hófust, sem getur
haft mikil áhrif á veiðanleika
humars, þar eð hann heldur meira
kyrru fyrir í holunum.
Ennfremur skal nefna að smáýsu-
gengd var mikil á suðaustur-
miðum árið 1988 miðað við mörg
undanfarin ár og kann það að eiga
sinn þátt í minni humarafla.
Léleg skilyrði til veiða hafa því
átt verulegan þátt í slakri humar-
vertíð 1988, en við nánari skoðun
virðist einnig fleira koma til.
Árgangar frá tímabilinu 1976-
1980 skiluðu sér vel í veiði árin
1985-1987. Á vertíðinni 1988 var
hlutdeild þeirra áfram mikil á suð-
vesturmiðum en á suðausturmiðum
voru þeir hins vegar lítt áberandi
(9. mynd). Þessir árgangar virðast
því hafa komið sérstaklega vel
fram í veiðunum 1985-1987, m.a,
vegna lítillar sóknar í þá fram til
1985 og óvenju góðra skilyrða til
veiða árin 1985 og 1986. Eins og
áður segir á þetta einkum við um
suðausturmiðin. Hvað aðra ár-
ganga í veiðinni 1988 snertir virt-
ust árgangar frá 1981-1983 vera
undir meðallagi og átti það enn-
fremur þátt í minnkandi aflabrögð-
um, þar sem 6-7 ára humar er
jafnan umtalsverður hluti veiði-
stofnsins hverju sinni (10. mynd).
Léleg aflabrögð 1988 virðast því
líka eiga rætur að rekja til minni
veiðistofns auk óhagstæðs veður-
fars og e.t.v. annarra veiðiskil-
yrða.
Þar sem nýliðun humarárganga
frá 1981-1983 bendir til þess að
þeir séu undir meðallagi á flestum
veiðisvæðum, auk þess sem nokkrir
árgangar þar á undan virðast
orðnir lélegir vegna mikilla veiða
úr þeim, einkum við Suðausturland
árin 1986-1987 og á Selvogsbanka
og við Vestmannaeyjar 1988, er
gert ráð fyrir því að veiðistofn
humars árið 1989 verði minni en
um nokkurt árabil eða nánar til-