Ægir - 01.03.1989, Side 24
132
ÆGIR
3/8?
tekið síðan 1979. Af þessu leiðir
að verði humarveiðin 1989 ná-
lægt hámarki undanfarinna ára,
þ.e. 2.700 tonn, mun veiðistofn-
inn haldast áfram í lægð fram til
1991. Veiðin mundi því í auknum
mæli byggjast á smáhumri úr
árgöngunum 1984 og 1985 sem
væntanlega eru betri en nokkrir
árgangar á undan. Við 2.400
tonna afla stækkar stofninn dálít-
ið, einkum 1991. Þriðji kosturinn,
2.100 tonna afli á ári, verður hins
vegar til þess að veiðistofninn vex
verulega fram til 1991 þegar ár-
gangarnir frá 1984 og 1985 bætast
við hann.
Með hliðsjón af þessu leggur
Hafrannsóknastofnunin til að
humarafli verði takmarkaður við
2.100 tonn 1989. Með því móti
verður dregið úr sókn í smáhumar
úr 1984 og 1985 árgöngunum og
þeir nýttir til stækkunar veiðistofns-
ins á komandi árum. Þar sem sam-
dráttur í stofnstærð hefur orðið
mestur á suðausturmiðum, er æski-
Millj.
Árgangar
10. Mynd. HUMAR. Stærð humarárganganna 1963-1985. Fjöldi við áætlaðan
6 ára aldur (í milljónum).
legt að haga sókn þannig árið
1989, að afli takmarkist við 1.000
tonn á suðusturmiðum, en 1.100
tonn verði veidd á suðvestur-
miðum og við Vestmannaeyjar.
Heimildir:
Hafrannsóknastofnun Fjölrit nr. 15-
Ástand humar- og úthafsrækjusto'n‘
1988. Aflahorfur 1989.
Útgeröarmenn -
Fisk verkendur
Höfum fyrirliggjandi:
Hraðfrystiskápa
Frystivélar - stórar og litlar
Kæliblásara - ýmsar stærðir
Kondensar Loftkæidir - sjókældir
Uppsetning og viðhald á öllum kælikerfum- og tækjum
Framleiðum:
Lausfrystitæki allar stærðir
Allt á einni hendi:
Framleiðsla - sala - þjónusta
i;
Kœling hf.
Réttarhálsi 2 - 130 Reykjavik - Sími 32150 - 33838