Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 26
366 ÆGIR 7/89 SamábyrgÖ íslands á fiskiskipum 80 ára Samábyrgöin var stofnuð meö lögum 30. júlí 7 909 og er því átta- tíu ára 30. júlí á þessu ári. I tilefni þess lét Páll Sigurösson forstjóri Samábyrgöarinnar ÆGI í té ágrip af sögu Samábyrgöarinnar, sem ótvírætt má segja aö gegnt hafi og gegni mikilvægu hlutverki í þróun íslensks sjávarútvegs. Á því ágripi og afmælisgrein af tilefni 60 ára afmælis Samábyrgöarinnar sem birtist í 21. tbl. ÆGIS I. desember 1969, byggist eftirfarandi grein. Samábyrgð íslands var stofnuð með lögum nr. 54 30. júlí 1909 og á stofnunin því 80 ára afmæli á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en 26. ágúst 1909 að lögin voru birt og tóku þau gildi 1. janúar 1910. En 1. mars 1910 hófst starfsemi félags- ins. Ástæðan fyrir stofnun Sam- ábyrgðarinnar var sú að eftir að útvegur íslendinga tók að vaxa á síðustu áratugum 19. aldar og með tilkomu vélskipa á fyrstu ára- tugum 20. aldarinnar varð rík þörf fyrir innlent tryggingafélag sem annast gæti beina tryggingar og endurtryggingar fiskiskipa. Abyrgðarfélögum hafði að vísu verið komið á fót í flestum hér- uðum landsins, svo sem Þilskipa- ábyrgðarfélaginu við Faxaflóa, Ábyrgðarfélagi fyrir vélbáta við Faxaflóa, öátaábyrgð Vestmanna- eyja o.fi., en þau höfðu ekki bol- magn til að takast á hendur full- komnar tryggingar. Sum þeirra höfðu leitað endurtryggingar hjá erlendum tryggingafélögum, sem einnig tóku að sér í nokkrum mæli tryggingar íslenskra fiskiskipa. Þar sem að baki starfsemi tryggingafé- laga liggur fyrst og fremst að jafna áhættu og í þessu tilfelli að jafna áhættu í rekstri íslenskrar útgerð- ar, þá var eðlilegt að menn sæju þörf fyrir innlent tryggingafélag sem sæi um þennan mikilvæga þátt helsta atvinnuvegs þjóðarinn- ar. Ólafur Briem vakti máls á þess- ari þörf fyrir stórt innlent trygg- ingafélag á Alþingi árið 1908. En einsætt þótti, eins og fjárhag landsmanna var þá háttað, að Alþingi hefði forgöngu um stofnun þess og styrkti reksturinn með ábyrgð landssjóðs. Landsstjórnin undir forsæti Hannesar Hafstein ráðherra tók frumkvæði í málinu og kom það 1 hlut starfsmanns íslensku stjórnar- ráðsskrifstofunnar í Kaupmanna- höfn, Jóns Krabbe lögfræðings, sem hafði kynnt sér tryggingastarf- semi, að undirbúa málið og semja frumdrög löggjafarinnar. Að til- lögu hans skipaði Hannes Hat- stein nefnd „til þess að íhuga hvernig hægt væri að koma á fót tryggi legri og hagkvæman vátryggingu á fiskiskipum hér a landi." í nefndina voru skipaðir Tryggvi Gunnarsson bankastjori/ Ágúst Flygering útgerðarmaður, Eggert Briem skrifstofustjóri Carl Trolle áður sjóðliðsforingi Fólksþingmaður, síðar forstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.