Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 10
350 ÆGIR 7/89 var miðuð við tímabilið 1.11.1980- 31.10.1983 og þau skip fengu leyfi sem höfðu verið á veiðum á tíma- bilinu 1.11.1982—31.10.1983, auk skipa sem voru nýlega keypt eða ný skip með því skilyrði að fyrir þau hefðu skip horfið úr rekstri. Til að hliðra til fyrir þessum aðilum og skipum sem höfðu verið skemur á veiðum en nam viðmiðunartímabili, var komið á tveim valkostum: meðal- aflamarki og sóknarmarki. Sóknarmarkið var fyrsta árið ekki einungis bundið ákveðnum sóknardagafjölda með sama hætti og verið hafði í skrapdagakerfinu, heldur og aflahámarki sem nam 15% álagi á meðalaflamark skipa í sama flokki. Val á sóknarmarki var síðar öllum frjálst. Þessi heimild ásamt því að hafa smábáta utan aflamarksins voru megingallar kvótakerfisins frá byrjun. I þessari grein er sjónum fyrst og fremst beint að skipum á afla- marki. Aflamarksskipum var heimilt að versla með kvóta, en sóknarmarksskipum var óheimilt að versla með úthaldsdaga sína og með sóknarmarkinu var helst reynt að hindra sókn í þorskinn. Heimildir til tilfærslu aflamarks voru án takmarkana ef um var að ræða viðskipti innan verstöðvar eða jöfn skipti aflamarks milli staða, þ.e. skipti á mismunandi botnfisktegundum í aflamarki. Aðrar tilfærslur voru háðar leyfum sjávarútvegsráðuneytis að feng- inni umsögn verkalýðsfélaga og sveitarstjórna á viðkomandi stöðum. I framkvæmd voru slíkar tilfærslur frjálsar. Með reglugerðarbreytingu 16.3. 1984 var auk þess veitt heimild til flutnings aflareynslu milli skipa ef skipstjóri og 60% áhafnar færðu sig milli skipa. Þessi breyting gilti einungis árið 1984. Strax frá byrjun var mismunað eftir veiðarfærum. í fyrstu var undanþeginn kvóta steinbíts- og grálúðuafli veiddur á línu á tíma- bilinu 1.1-30.4 1984 (steinbítur) og 1.6-31.8 1984 (grálúða). Skar- kolaafli veiddur á tímabilinu 1.6- 31.12 1984varekkitaliníkvóta. Skipting kvótaúthlutunar eftir skipagerðum kemur við sögu í annarri grein í þessu tölublaði og skal því rakin hér: Flokkur 1. Skip sem ekki voru á veiðum 1.11 1982-31.10 1983. 2. Loðnubátar. 3. Skelbátar. 4. Rækjubátar (Innanfjarðar- rækja.) 5. Humar og reknet. 6. Aðrir humarbátar. 7. Síldarbátar. 8. Bátar án sérveiðiheimilda. 9. Togarar. f desember 1984 var lagt fram á Alþingi frumvarp til kvótalaga fyrir árin 1985-1987. Frumvarpið mæW mikilli andstöðu í þinginu og J meðferð þingsins var giIdistími laganna styttur í eitt ár. Á þessu þingi kom fram sú skipting and- stöðu við kvótann eftir lands- hlutum sem síðan hefur einkennt umræðuna. Vestfirðingar °8 Breiðfirðingar, hvar í flokki sem þeir standa, leggjast eindreg'0 gegn kvótakerfinu, ástæður fyr,r þessu verða ekki lesnar út úr hag- tölum. Af viðræðum við aðila e þó Ijóst að Vestfirðingar telja s'8 missa af hugsanlegum ábata mikil fiskigegnd er á Halamiðum og að viðmiðunarárin hafi ver. þeim óhagstæð. Lagasetning fyrir kvótakerfið 1985 var að niesW óbreytt frá 1984. Helstu breytingar reglugerðar- ákvæða 1985, frá reglugerð fyrl botnfiskveiðar árið 1984 voru: 1) Landinuskiptítvöveiðisvseði- 2) Viðleitni til aðaðskiljaskipos kvóta með því að sérstakt ley þurfi til að kvóti fylgi skípi * sölu. 3) Meðalaflamarkfellur niður- ^ 4) Línuveiðar ian. - feb. og n° • - des. teljast einungis aO nc ingi til frádráttar aflama ársins. jnn 5) Útfluttur ísfiskur reiknaður í aflamark með 10% álag'- fj| 6) Öllum skipum veitt heimilð að velja sóknarmark. Kvótakerfið 1986-1987 lagt tr<" í desember 1985 var frumvarp til laga um kvóta sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.