Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1989, Side 10

Ægir - 01.07.1989, Side 10
350 ÆGIR 7/89 var miðuð við tímabilið 1.11.1980- 31.10.1983 og þau skip fengu leyfi sem höfðu verið á veiðum á tíma- bilinu 1.11.1982-31.10.1983, auk skipa sem voru nýlega keypt eða ný skip með því skilyrði að fyrir þau hefðu skip horfið úr rekstri. Til að hliðra til fyrir þessum aðilum og skipum sem höfðu verið skemur á veiðum en nam viðmiðunartímabili, var komið á tveim valkostum: meðal- aflamarki og sóknarmarki. Sóknarmarkið var fyrsta árið ekki einungis bundið ákveðnum sóknardagafjölda með sama hætti og verið hafði í skrapdagakerfinu, heldur og aflahámarki sem nam 15% álagi á meðalaflamark skipa í sama flokki. Val á sóknarmarki var síðar öllum frjálst. hessi heimild ásamt því að hafa smábáta utan aflamarksins voru megingallar kvótakerfisins frá byrjun. í þessari grein er sjónum fyrst og fremst beint að skipum á afla- marki. Aflamarksskipum var heimilt að versla með kvóta, en sóknarmarksskipum var óheimilt að versla með úthaldsdaga sína og með sóknarmarkinu var helst reynt að hindra sókn í þorskinn. Heimildir til tilfærslu aflamarks voru án takmarkana ef um var að ræða viðskipti innan verstöðvar eða jöfn skipti aflamarks milli staða, þ.e. skipti á mismunandi botnfisktegundum í aflamarki. Aðrar tilfærslur voru háðar leyfum sjávarútvegsráðuneytis að feng- inni umsögn verkalýðsfélaga og sveitarstjórna á viðkomandi stöðum. í framkvæmd voru slíkar tilfærslur frjálsar. Með reglugerðarbreytingu 16.3. 1984 var auk þess veitt heimild til flutnings aflareynslu milli skipa ef skipstjóri og 60% áhafnar færðu sig milli skipa. Þessi breyting gilti einungis árið 1984. Strax frá byrjun var mismunað eftir veiðarfærum. í fyrstu var undanþeginn kvóta steinbíts- og grálúðuafli veiddur á línu á tíma- bilinu 1.1-30.4 1984 (steinbítur) og 1.6-31.8 1984 (grálúða). Skar- kolaafli veiddur á tímabilinu 1.6— 31.12 1984 var ekki talin í kvóta. Skipting kvótaúthlutunar eftir skipagerðum kemur við sögu í annarri grein í þessu tölublaði og skal því rakin hér: Flokkur 1. Skip sem ekki voru á veiðum 1.11 1982-31.10 1983. 2. Loðnubátar. 3. Skelbátar. 4. Rækjubátar (Innanfjarðar- rækja.) 5. Humar og reknet. 6. Aðrir humarbátar. 7. Síldarbátar. 8. Bátar án sérveiðiheimilda. 9. Togarar. í desember 1984 var lagt fram á Alþingi frumvarp til kvótalaga fyrir árin 1985-1987. Frumvarpið mætti mikilli andstöðu í þinginu og 1 meðferð þingsins var gildistím1 laganna styttur í eitt ár. Á þessu þingi kom fram sú skipting and- stöðu við kvótann eftir lands hlutum sem síðan hefur einkennt umræðuna. Vestfirðingar °S Breiðfirðingar, hvar í flokki sem þeir standa, leggjast eindregi gegn kvótakerfinu, ástæður fyr'r þessu verða ekki lesnar út úr hag tölum. Af viðræðum við aðila er þó Ijóst að Vestfirðingar telja missa af hugsanlegum ábata mikil fiskigegnd er á Halamiðu11^ og að viðmiðunarárin hafi verl< þeim óhagstæð. Lagasetning tyrl kvótakerfið 1985 var að mest óbreytt frá 1984. Helstu breytingar regluger ‘ir^ ákvæða 1985, frá reglugerð yrl botnfiskveiðar árið 1984 voru- 1) Landinu skipt í tvö veiðisvæ5'- 2) Viðleitni til að aðskilja skip 0 kvóta með því að sérstakt e þurfi til að kvóti fylgi SÚP' v sölu. 3) Meðalaflamark fellur niður- ^ 4) Línuveiðar jan. - feb. og n<^_ -des. teljast einungis að ie . ingi til frádráttar afla|1ia ársins. |nn 5) Útfluttur ísfiskur reiknaður í aflamark með 10% álag'- {.| 6) Öllum skipum veitt heim' að velja sóknarmark. Kvótakerfið 1986-1987 \ desember 1985 var lag* ^ frumvarp til laga um kvóta

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.