Ægir - 01.07.1989, Page 30
370
ÆGIR
7/89
ÚR ÚTVEGI 1988
Svo sem áður hefur verið getið í
Ægi er Útvegur 1988, töflurit
Fiskifélags Islands, komirm út. 15.
tbl. Ægis var settur fram hluti af
efni úr Útvegi og þá var gefið lof-
orð um fleiri upplýsingar úr ritinu.
Til að uppfylla það loforð er hér
birtur úrdráttur úr Útvegi 1988.
Þorskur
Þorskafli varð nokkru minni á
árinu 1988, en árið áður, eítir afla-
aukningu þriggja síðustu ára. Alls
fengust 375.754 tonn. Árið 1987
nam aflinn 389.809 tonnum. Afla-
samdrátturinn er því 3,7%. Eftir
sem áður er aflinn fimmti mesti til
þessa.
Virði þorskaflans var 12.952
milljónir króna sem er 16,3%
hærra verð en fékkst árið áður.
Vegna aukinnar verðbólgu frá
fyrra ári gefur þessi krónutölu-
aukning ekki rétta mynd af raun-
verðmæti aflans. í SDR-einingum
var verðmætaaukningin 0,5% og í
dollurum fékkst 4,2% meira fyrir
aflann. Meðalverð í dollurum
hækkaði um 10,8% frá árinu
1987. Það sem þessar verðmæta-
tölur gefa er virði aflans frá skipi.
Mikil aukning sjófrystingar og
nokkur aukning í útflutningi á
ísuðum fiski, verða því til að mála
myndina bjartari litum en efni
standa til.
Nokkrar breytingar urðu á skipt-
ingu aflans í einstök veiðarfæri.
Hlutfallsleg aukning varð í línu-
veiði, dragnót og botnvörpu en
mikill samdráttur á þorskveiðum í
net. Þannig dróst þorskafli í net
saman úr 102.816 tonnum 1987 í
74 þúsund tonn 1988.
Hlutur togara jókst nokkuð frá
fyrra ári, en alls 51,7% þorskafl-
ans kom að þessu sinni í hlut tog-
ara á móti 49,8% árið áður.
Veiðarfæraskipting þorskafla
100%
75%
50%
25%
0%
Fiskiléiag Islands