Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1989, Page 44

Ægir - 01.07.1989, Page 44
384 ÆGIR 7/89 Hagstofa Islands gefur út eftirtalin rit: Hagskýrslur íslands koma út öðru hverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Þar eru birtar skýrslur um efni. sem Hagstofan tekur til meðferðar (Verslunarskýrslur. Sveitarsjóðareikninga, Mannfjöldaskýrslur. Alþingiskosningar, Dómsmálaskýrslur, Tölfræðihandbók o.fl.) í I. útgáfuflokki Hagskýrslna, sem hófst 1914, voru 132 rit, í II. útgáfuflokki, sem hófst 1954, hafa komið út 89 rit. Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar skýrslur um utanríkisverslun, fiskafla, framfærsluvísitölu og aðrar vísitölur, og árlegar skýrslur um ýmisleg efni, sem ekki þykir taka að birta í sérstöku hefti af Hagskýrslum. - Árlegt áskriftargjald Hagtíðinda er 1.250 kr. íbúaskrá Reykjavíkur kemur út á hverju vori. í henni eru allir íbúar Reykjavíkur næstliðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá, með þeim upplýsingum, sem hún hefur að geyma um hvern mann. Ibúaskrá Reykja- víkur 1. desember 1988 er 1.259 bls. og verð 7.000 kr. í bandi. Upplag þessarar bókar er mjög takmarkað. enda við það miðað, að hún seljist upp. Fyrirtækjaskrá. Einu sinni á ári kemur út skrá yfir þá aðila, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök o.fl., sem hafa kennitölur í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar. Síðasta útgáfa þessarar skrár, miðuð við miðjan júní 1988, kom út í júlí 1988. í henni eru tæplega 22.500 aðilar, og hún kostar 1.500 kr. Nv útgáfa er væntanleg haustið 1989. Skrár yfir dána, með fæðingardegi, dánardegi. heimili og fleiri upplýsingum um dána, koma út árlega í fjöl- rituðu hcfti. Skrár yfir dána 1965-67 (eitt hefti) eru uppgengnar. Skrá um stofnanaheiti. í þessu hefti, sem út var gefið í febrúar 1989, eru heiti rösklega 1.300 stofnana, fyrir- tækja og félaga, með þýðingum á ensku og eitthvert Norðurlandamál auk annarra tungumála, ef sérstök ástæða þótti til. Auk íslenskra aðila eru skráð hciti allflestra þeirra alþjóðastofnana og samtaka sem íslendingar eiga aðild að. Ritið er gefið út í 500 eintökum og kostar 900 kr. Kosningaskýrslur 1874-1987 hafa að geyma allar skýrslur sem gerðar hafa verið um kosningar til alþingis. sveitarstjórna og embættis forseta, svo og um þjóðaratkvæðagreiðslur, á þessu tímabili. Kosningaskýrsl- urnar eru 43 að tölu og alls 1.160 blaðsíður. Skýrslurnar eru ljósprentaðar, gefnar út í tveimur bindum i venjulegu bókbandi og kosta 4.800 kr. Konur og karlar á Norðurlöndum. Staðreyndir um stöðu kynja 1988 (kvinnor och mán í Norden. Fakta om jámstálldheten 1988). í bókinni er með töflum, myndum og skýringartexta brugðið ljósi á líf og starf kvenna og karla á Norðurlöndum og dregið fram það sem er líkt og ólíkt í þessum efnum í löndunum fimm. Bókin er 140 bls. og kostar 700 kr. NORRÆN TÖLFRÆÐIHANDBÓK 1988 Hagstofan annast dreifingu á íslandi á ársritinu Norrœn lölfrœðihandbók (Yearbook of Nordic Statistics - Nordisk statistisk ársbok), sem Norðurlandaráð og Norræna hagstofan í Kaupmannahöfn gefa út. I nti þessu er mjög margvíslegur fróðleikur í talnaformi um Norðurlönd og þjóðir þær sem þau byggja. Norræn tölfræðihandbók 1988 er um 425 blaðsíður með 290 töflum, auk línurita og korta og kostar 1.300 kr. Þá fæst einnig hjá Hagstofunni Norrœn lölfrœðihandbók um trygginga- og félagsmál 1984 (Social tryghed i de nordiske lande) sem gefin er út af Norrænu hagstofunni á dönsku. Bókin fjallar í texta og töflum um umfang, útgjöld og fjármögnun almannatrygginga á Norðurlöndum. Bókin er röskar 200 bls. og kostar 500 kr. Afgreiðsla ofangreindra rita er í Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10 (3. hæð), 150 Reykjavík. Sínu (91) 26699, telefax (91) 628865. Póstgíróreikningur Hagstofunnar er nr. 26646-9. Rit eru send gegn póst- kröfu, sé þess óskað.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.