Ægir - 01.07.1989, Qupperneq 59
6/89 ÆGIR 399
b®tti útfluttrar þjónustu má rekja óbeint til sjávarútvegs t.a.m. er ólíklegt að 100.000 íslendingar latmöguðu árlega á sólar- ströndum án þeirra gjaldeyris- tekna sjávarútvegs sem gera þessi erðalög tiltölulega ódýr. Það eru hrein og klár ósannindi, sem stundum er haldið fram, að sam- ePpni ferðaskrifstofa hafi gert Pessar ferðir svo miklu ódýrari í tla^ en þær voru fyrir áratug eða áratugum. Eins og rakið er hér á eftir er |ægra verg, sólarlandaferða ein afleiðing af vaxandi raunverð- ^aasti útfluttra sjávarafurða. Gjaldeyristekjurnar einar sér ertJ ekki það sem skiptir sköpum aai almenna velferð í landinu, ei<JIJr sá munur innlendra og erlendra aðfanga sem kemur fram ' er|danlegu verði útflutningsvör- unnar. Menn ættu að hafa hugfast a.. bvenær sem erfiðleikar verða í s)ávarútvegi, verðlækkun á fiski erlendis eða minnkandi fiskgengd á íslandsmiðum, þá fylgja í kjöl- farið leiðréttingar á gengi. Þegar raungengið hefur verið leiðrétt vegna samdráttarins fara einstakl- ingar og fjölskyIdur að finna fyrir hærra vöruverði, þyngri greiðslum til þjónustustarfsemi og hækkandi raforkuverði sem í góðæri er í raun greitt niður af sjávarútvegi. Þannig að það sem meginmáli skiptir er ekki einungis það magn gjaldeyris sem fæst fyrir útflutninginn, heldur sá virðisauki sem skapaður er innanlands. Af hverri krónu sem við fáum fyrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum, renna 80— 90 aurar í vasa allra landsmanna með einum eða öðrum hætti. Skiptir þar engu hvort sjómenn, fiskverkafólk, bankar, kaup- skipaútgerðir, útgerðarmenn eða fiskverkendur fá þá aura í vasann í upphafi eða ekki. Þessir peningar skila sér eftir ýmsum leiðum til annarra landsmanna s.s. vegna hærra gengis, um þjónustugreinar o.s.frv. Af útflutningsframleiðslu stóriðjuveranna koma hinsvegar í mesta lagi 20-30 aurar af hverri krónu í hlut landsmanna til kaupa á neysluvörum. Af stóriðjuverunum fá íslendingar í sinn hlut sem virðis- auka: laun starfsmanna, greidda raforku og það sem leggst til við uppbyggingu iðju- og orkuveranna auk arðs af okkar eignarhluta í Kís- ilmálmverksmiðjunni á Grundar- tanga. Á móti verðum við að flytja inn hráefni til iðjuveranna og greiða vexti af lánum til uppbyggingar orkuvera sem leggja stóriðjunni til orku og af okkar hluta Kísilmálm- bræðslunnar. Tölur eru nokkuð á reiki um meðalágóða Lands- virkjunar af þessarri raforkusölu. Þar hafa verið nefndar tölur sem sýna fram á mikið tap Landsvirkj- unar á þessum viðskiptum, en aðrir hafa sagt að þegar dæmið sé
Heildarafli 1974-1988 og 1965. ÞORSKÍGILDUM
80nnnn
ovjUUU ' 600000
500oon -
400000 -
3000nn . -
200000 -
1ooooo -
n J
65 0 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88