Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1990, Page 12

Ægir - 01.01.1990, Page 12
4 ÆGIR 1/90 Landhelgisgæsla íslands vinnur sem kunnugt er margháttuð störf. Sum eru mikið í fréttum, einkum slysahjálp af ýmsu tagi. Vel er það. En súrt í broti þótti mér er ég sá í upptalningu um störf Land- helgisgæslu hvergi getið hafís- könnunar. Upptalningin var í við- tali við skipherra sem var að hætta störfum. Hann var að vísu bara komin upp að þrettán þegar hann hætti upptalningunni. í myndskreyttum upplýsinga- bæklingi um Landhelgisgæslu er svipuð hógværð höfð f frammi og hvergi getið ómetanlegra starfa við hafískönnun. Sumir berja sér á brjóst fyrir mun minna framtak. Að lokum ber að nefna, að varðskip Landhelgisgæslu eru á varðbergi og senda þau Veður- stofu tilkynningu um hafís strax og við verður vart. b) Þá skal nefna aðra sem senda tilkynningar til Veðurstofu um hafís. Rannsóknaskip Haf- rannsóknastofnunarinnar eru oft á ferðinni og koma frá þeim að vonum greinargóðar upplýsingar um hafís. Einna mikilvægastar upplýsing- ar, sem berast um hafís við strendur íslands, eru frá skipaflota landsmanna, togurum, fiskibátum og flutningaskipum. Tilkynning- arnar koma um fjarskipti, t.d. um Ísafjarðarradíó eða Siglu- fjarðarradíó, til Veðurstofu, eða beint þangað. Þegar tilkynning um hafís berst, er hún lesin upp í næsta veður- fréttatíma. Með þeim hætti kemur athugun þess, sem sent hefur Veðurstofunni upplýsingarnar, öðrum strax að gagni. En ísskeytið er jafnframt mikilvæg viðbót við aðrar slíkar tilkynningar frá sama hafsvæði, þannig að unnt er að fá hugmynd um dreifingu íssins og breytingar. Aldrei verður of mikið klifað á mikilvægi þessara tilkynninga frá Febrúar 1981 Fregnir bárust um ísspangir og jaka og stundum mikinn hafís á djúpmiðum norður og norðvestur af landinu á tímabilinu 4.-13. og voru þá farin þrjú ískönnunarflug. Einkum var isinn mikill þ. 10. en þá voru hafþök djúpt úti fyrir öllu norðanverðu landinu allt auslur fyrir Langanes en gisinn ís nær og nœst landi 13 sióm. norðvestur af Rauðanúp. Þ. 18 höfðu orðið stórfelldar breytingar og ísinn fjarlcegst mjög Norðurland vegna hagstœðra vinda, líklega mesl vegna sunntn og suðaustan ofviðrisins þ. 16.-17. Var ísinn síðan fjarri norðanverðu iandinu það sem eftir var mánaðarins. Hinn 4. kom rannsóknaskip að ísspöng á 67°N og 18°15’V og lá hún þaðan í norðvestur og vestur. Þ. 8. var annað rannsóknaskip á siglingu með ísröndinni djúpt undan Hornströndum og var hún einna næst landi á 67°13’N og 23°28'V eða um 47 sjóm. frá Staumnesi. Getið var um íshrafl á svæði 7 mílur norðaustur af Grímsey en samkvæmt könnun Landhelgisgæslunnar voru dreifðar spangir, 4-6/10 að þéttleika, 13 sjóm. norður af Grímsey en aðalísbrúnin réttvísandi 360° 38 sjóm. frá Grímsey, sjá ískort. Þ. 9. var rannsóknaskip við ísjaðarinn á 65°55’N og 27°V og lá hann í suðvestur og norðaustur. Þ. 10. var farið í eitt lengsta ískönnunarflug vetrarins á TF-SÝN og ísinn kannaður í björtu veðri fyrir vestan og norðan land eða allt frá 31°V að 13°V. Var ísinn 38 sjóm. norðvestur af Barða, 37 sjóm. norðvestur af Straumnesi, 52 sjóm. norður af Horni, 35 sjóm. norður af Siglunesi, 15 sjóm. norður af Grímsey, 13 sjóm. norðvestur af Rauðanúp og 30 sjóm. norður af Rifstanga. Djúpt undan Norðurlandi voru hafþök og allt austur fyrir Langanes, sjá ískort. Þ. 12. var ísröndin 55 sjóm. norðaustur frá Hraunhafnartanga og lá þaðan í norðaustur og síðan í norður (ískort). Þ. 13. var ísspöng á 66°41’N og 23°44’V og stakir, litlir jakar nær landi og einnig tveir jakar á siglingaleið grunnt austur af Horni. Hinn 18. var farið í ískönnunarflug og kom þá í Ijós, að miklar breytingar höfðu orðið og ísröndin fjarlægst mjög norðanvert landið, sjá ískort. Var hún einnu næst landi 52 sjóm. norðvestur af Barða en hinsvegar 98 sjóm. norður af Horni og lá þaöan í norðaustur. Þ. 26. var getið um lagnaðarísspangir á siglingalcið suður af Látrabjargi á reki út af Breiðafirði. Opna úr „Veöráttunni", límariti Veöurstofu íslands. skipunum. Safnast þegar saman kemur og eru þær viðamestu upp- lýsingarnar sem gefast um hafís við ísland. Þar hefur mikill fjöldi skipstjórnarmanna og annarra skipverja vissulega unnið mikið verk og meira en þeir gera sér grein fyrir. Það er þakkarvert að taka þátt í tilraun til að auka öryggi annarra sjófarenda á hafi úti. Upplýsingar um hafís á líðandi stund eru nauðsynlegar, en þess má minnast hvert sinn sem send er hafístilkynning, að hún mun einnig koma að gagni síðar við rannsóknir, er menn reyna að skilja betur ferðir íssins og finna aðferðir til að spá um þær. Áður en skilið verður við hafís- tilkynningar frá skipum sakar ekki

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.