Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1990, Page 22

Ægir - 01.01.1990, Page 22
14 ÆGIR 1/90 Einstakir afurðaflokkar Eftir afurðaflokkum greinist heildarútflutningurinn (53.710) tonn) sem hér segir: Frystar botnfiskafurður 46.560 tonn - aukning 15%. Fryst rækja 1.641 tonn. -aukning 6%. Frystur heill humar og humarhalar 230 tonn - aukning 3%. Frystur hörpudiskur 227 tonn - aukn- ing 11 %. Fryst hrogn 206 tonn — samdr. 14%. Fryst loðnuhrogn 300 tonn - aukning 113%. Fryst loðna475 tonn-aukning49%. Fryst síld 4.075 tonn - aukning 25%. Eins og hér kemur fram er um aukningu að ræða í öllum afurða- flokkum nema frystum hrognum. Helstu markaðssvæði Bandaríkin: Þangað fóru 14.100 tonn á móti 11.200 tonnum árið 1988. Aukningin er 2.900 tonn eða 26%. Hlutdeild Bandaríkjanna í útflutningi Sjávar- afurðadeildar (m.v. magn) varð nú 26% en var 24% árið 1988. Vestur-Evrópa: Þangað fóru 23.300 tonn á móti 20.900 tonnum árið áður. Aukning 2.400 tonn eða 11%. Hlutdeild Vestur- Evrópu í heildarútflutningi deild- arinnar (m.v. magn) varð 43% en var 45% árið 1988. Austur-Asía: Þangað voru flutt 12.900 tonn á móti 10.700 tonnum árið 1988. Aukning 2.200 tonn eða 21%. Af þessu fóru 10.172 tonn til Japans, aukning 13%, og 2.588 tonn til Taiwan, aukning 67%. Hlutdeild markaðs- landa í Austur-Asíu hélt enn áfram að aukast og varð nú 24% á móti 23% árið áður. Sovétríkin: Útflutningur þangað nam 3.200 tonnum á móti 3.600 tonnum árið 1988. Samdráttur 400 tonn eða 11%. Hlutdeild Sovétríkjanna í heildarútflutningi m.v. magn féll úr 8% í 6%. Bandaríkin og Kanada Heildarsala: Heildarsala á árinu 1989 varð að heita má hin sama í dollurum og árið áður, 132.7 milljónir doll- ara á móti 133.4 milljón dollara árið 1988. Samdráttur nemur þannig 0.7 milljónum dollara eða 0.5%. Heildarsalan í magni varð 82.9 milljónir punda eða 37600 tonn og var það 0.3% minna en árið 1988. Einstakir þættir sölunnar: Sala frystra fiskflaka nam 40 milljónum ddiara (aukning 25%) og 19.5 milljónum punda (aukn- ing 25.4%). Sala fiskrétta nam 87.1 milljón dollara að verðmæti (samdráttur 7.5%) og 59 milljón- um punda í magni (samdráttur 5.9%). Markaðssvæöi o.fl.: Markaðssvæði ISC nær yfir Bandaríkin og Kanada. Segja má að starfsemi fyrirtækisins greinist í tvo meginþætti: annars vegar sölu á flökum og skelfiski, en þessar afurðir eru fullbúnar til markaðs- setningar, þegar vestur kemur; hins vegar er sala á fiskréttum, sem framleiddir eru í eigin fisk- réttaverksmiðju fyrirtækisins á Camp Hill, nálægt Harrisburg í Pennsylvaníu. Fiskréttaverk- smiðjan er af mörgum talin ein hin fullkomnasta í öllum Bandaríkjun- um og þar vinna að staðaldri 350- 400 manns. Vestur-Evrópa Heildarsala: Heildarsalan á árinu 1989 nam 44.2 milljónum sterlingspunda á móti 41.3 milljón punda árið 1988. Aukningin nemur því 2.9 milljónum punda eða 7%. Heild- arsalan í magni var 24.566 tonn og var það 7.6% meira en árið áður. Markaðssvæði: Markaðssvæði lceland Seafood Ltd. nær yfir Vestur- og Suður- Evrópu. Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í Hull í Englandi; söluskrif- stofur eru í Vestur-Þýskalandi og Frakklandi, nánar tiltekið í Ham- borg og Boulogne-sur-Mer. Einstök markaðslönd: Stærstu markaðslöndin eru Bretland, Frakkland og Vestur- Þýzkaland, í þessari röð. í Bret- landi nam salan 26.8 milljónum sterlingspunda og var það svipað verðmæti og árið áður. Magnið var 13.076 tonn (samdráttur 6%). Sala Frakklandsskrifstofu nam 111.2 milljónum franka (18.4% meira en árið áður). Magnið var 5.069 tonn (aukning 24%). Sala Hamborgarskrifstofu nam 22.5 milljónum marka (46.3% meira en árið áður). Magnið var 3.159 tonn (aukning 26%).

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.