Ægir - 01.01.1990, Page 39
1/90
ÆGIR
31
slægðum fiski í óslægðan skal
margfalda með 1.25.
Við línuveiðar í janúar, febrúar,
nóvember og desember reiknast
50% aflans ekki til aflahámarks
Þorskur og ufsi smærri en 50 cm
og ýsa smærri en 45 cm telst ekki
að tveimur þriðju hlutum með í
aflahámarki fiskiskips, enda fari
fiskur undir þessum lágmarks-
stærðum ekki yfir 10% af afla
þessara fisktegunda í veiðiferð og
fyrir Iiggi staðfesting frá mats-
mönnum um magn, skv. reglum
er ráðherra setur. Allur fiskur, sem
veiddur er á handfæri telst til afla-
hámarks.
Allan þorsk-, ýsu- og ufsaafla,
án tillits til stærðar eða í hvaða
veiðarfæri hann fæst, sem fluttur
er óunninn á erlendan markað,
skal reikna til aflahámarks með
15% álagi sbr. 2. mgr. hér að
ofan.
9. gr.
Skylt er að hirða og koma með
a& landi allan botnfisk af kvóta-
bundnum fisktegundum og nýtan-
legum fisktegundum, sem mark-
aður er fyrir. Sleppa skal þó þorski
og ufsa smærri en 50 cm og ýsu
smærri en 45 cm, sem fæst á
handfæri.
Skipstjóra er skylt að halda fiski
aðskildum eftir tegundum um
borð í veiðiskipi. Ennfremur er
honum skylt að vigta hverja teg-
und sérstaklega í löndunarhöfn,
sbr. reglugerð nr. 567, 28. nóv-
ember 1989, um vigtun sjávarafla.
10. gr.
Útgerðum báta, skipstjórnar-
mönnum og kaupendum er skylt
að senda sjávarútvegsráöuneytinu
skriflegar upplýsingar um afla,
aflasamsetningu og um úthald og
sjósókn á eyðublöðum sem ráðu-
neytið leggur til. Vanskil á
skýrslum og röng skýrslugerð
varða tafarlausri leyfissviptingu.
11. gr.
Miðist aflahámark við stærð
báts, skal miðað við gildandi
mælingarbréf frá Siglingamála-
stofnun ríkisins 22. janúar 1988.
Hafi skip komið í rekstur eftir 22.
janúar 1988 skal miða við fyrsta
gildandi mælingarbréf skipsins.
12. gr.
Brot á reglugerð þessari varða
viðurlögum samkvæmt ákvæðum
laga nr. 3, 8. janúar 1988 um
stjórn fiskveiða 1988-1990. Með
mál út af brotum skal farið að
hætti opinberra mála.
13. gr.
Reglugerð þessi er sett sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 3, 8.
janúar 1988 um stjórn fiskveiða
1988-1990 til að öðlast gildi 1.
janúar 1990 og birtist til eftir-
breytni öllum þeim sem hlut eiga
að máli.
Sjávarútvegsráöuneytiö,
19. desember 1989.
Halldór Asgrímsson
Árni Kolbeinsson.
Útgerðarmenn og skipstjórar
Dráttarbraut fyrir allt að 450 þungatonn.
Pantið pláss tímanlega.
Botnhreinsun og málun.
Öll almenn viðhaldsvinna ásamt smíði yfirbygginga og innréttinga.
Leitið upplýsinga og tilboða.
Skipasmíðastöðin Dröfn h/f
Strandgata 75, 220 Hafnarfirði. Símar: 50393 - 50483