Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1990, Page 40

Ægir - 01.01.1990, Page 40
32 ÆGIR 1/90 NÝ FISKISKIP I þessu tölublaði Ægis birtast lýsingar af fjórum fiskiskipum í stærðarfiokknum 15-50 rúmiestir, sem öll bættust við flotann árið 1988, og eru lýsingar þessar því frekar síðbúnar. Tvö þessara skipa eru inn- flutt stálfiskiskip, en hin tvö eru innlendar nýsmíðar, sem eiga það sammerkt að hafa verið lengi ísmíðum, önnur úr áli en hin úr eik. Arnar KE 260 í ágúst 1988 bættist við flotann innfluttur bátur, Arnar KE 260. Báturinn sem bar nafnið Havdönn, er hann kom til landsins, er smíðaður árið 1987 í Noregi, hjá skipasmíðastöðinni Aage Syvertsen Mek. Verksted, smíðanúmer 3. Eftir að báturinn kom til landsins voru gerðar ákveðnar lagfæringar á honum, m.a. innréttaðar íbúðir í hvalbak, vindubúnaður auk- inn o. fl. í júlí á s. I. ári var skutur lengdur um 1.5 mog komið þar fyrir andveltigeymum. Arnar KE er í eigu Ragnars Ragnarssonar, Keflavík, og er hann jafnframt skipstjóri á honum. Hann kemur í stað Sæmundar HF 85 (638), 38 brl eikarskips, smíðað á Akureyri árið 1949. Almenn lýsing: Bolur skipsins er smíðaður úr stáli en þiIfar úr áli, og er það óflokkað. Eitt þilfar er stafna á milli, lok- aður hvalbakur að framan og stýrishús aftast á hval- baksþiIfari, hvorutveggja úr áli. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; þá vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; fiskilest; og aftast skutrými, þ.e. stýrisvélarrými ásamt netageymslu með andveltigeymum aftast f skut. í hvalbaksrými eru íbúðir, en aftan við það er tog- þilfarið með toggálga aftantil. Bóma er í afturkanti hvalbaksþilfars og aftast á þaki stýrishúss er ratsjár- og Ijósamastur, jafnframt fyrir bómulyftingu. Mesta lengd ........................ 16.45 m Lengd milli lóðlína ................ 13.50 m Breidd (mótuð) ...................... 5.57 m Dýpt (mótuð) ........................ 3.34 m Lestarrými ............................ 55 m3 Brennsluolíugeymar 6.0 m3 Ferskvatnsgeymir ..................... 2.0 m' Andveltigeymar ....................... 3.0 m3 Brúttótonnatala 58 BI Rúmlestatala 45 Brl’ Skipaskrárnúmer 1968 Mæling fyrir skutbreytingu Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá Scania, gerð DSI 14, átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 252 KW við 1800 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír og skiptiskrúfubúnaður frá Heimdal, gír af gerðinni RJ 43, niðurfærsla 4.95:1, og skrúfa 3ja blaða úr bronsi, þvermál 1600 mm, snúningshraði 364 sn/mín. Við aflúttaksbúnað framan á aðalvél eru þrjár fast- tengdar vökvaþrýstidælur frá Hamworthy af gerð 2216 fyrir vindur og skilar hver þeirra 111 l/mín við 176 bar þrýsting og 1000 sn/mín. Þá knýr aðalvél 3.6 KW, 24 V jafnstraumsrafal. Hjálparvél er frá Mase, eins strokka fjórgengisvél af gerð Ruggerini, 9.3 KW við 3000 sn/mín. Við vélina er rafall frá Mase, 7.0 KW, 24 V. Stýrisvél er frá Tenfjord, gerð H 70, snúningsvægi 400 kpm. Fyrir vélarúm er rafdrifinn blásari frá Transmotor. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upphitun er frá Pyro miðstöðvarkatli, olíukyntum. Fyrir neyslu- vatn eru rafdrifnar dælur. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. íbúðir: Fremst í hvalbak er svefnklefi með sex hvílum, b.b.-megin þar fyrir aftan er eldhús með borðkrók og aftast gangur. S.b.-megin aftan við svefnklefa er stakkageymsla og salernisklefi með sturtu, en mið- svæðis er vélarreisn. Fyrir matvæli er kæli- og frysti- skápur. Ibúðir eru einangraðar með 50 mm steinull og klæddar með plasthúðuðum plötum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.