Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1990, Qupperneq 40

Ægir - 01.01.1990, Qupperneq 40
32 ÆGIR 1/90 NÝ FISKISKIP I þessu tölublaði Ægis birtast lýsingar af fjórum fiskiskipum í stærðarfiokknum 15-50 rúmiestir, sem öll bættust við flotann árið 1988, og eru lýsingar þessar því frekar síðbúnar. Tvö þessara skipa eru inn- flutt stálfiskiskip, en hin tvö eru innlendar nýsmíðar, sem eiga það sammerkt að hafa verið lengi ísmíðum, önnur úr áli en hin úr eik. Arnar KE 260 í ágúst 1988 bættist við flotann innfluttur bátur, Arnar KE 260. Báturinn sem bar nafnið Havdönn, er hann kom til landsins, er smíðaður árið 1987 í Noregi, hjá skipasmíðastöðinni Aage Syvertsen Mek. Verksted, smíðanúmer 3. Eftir að báturinn kom til landsins voru gerðar ákveðnar lagfæringar á honum, m.a. innréttaðar íbúðir í hvalbak, vindubúnaður auk- inn o. fl. í júlí á s. I. ári var skutur lengdur um 1.5 mog komið þar fyrir andveltigeymum. Arnar KE er í eigu Ragnars Ragnarssonar, Keflavík, og er hann jafnframt skipstjóri á honum. Hann kemur í stað Sæmundar HF 85 (638), 38 brl eikarskips, smíðað á Akureyri árið 1949. Almenn lýsing: Bolur skipsins er smíðaður úr stáli en þiIfar úr áli, og er það óflokkað. Eitt þilfar er stafna á milli, lok- aður hvalbakur að framan og stýrishús aftast á hval- baksþiIfari, hvorutveggja úr áli. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; þá vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; fiskilest; og aftast skutrými, þ.e. stýrisvélarrými ásamt netageymslu með andveltigeymum aftast f skut. í hvalbaksrými eru íbúðir, en aftan við það er tog- þilfarið með toggálga aftantil. Bóma er í afturkanti hvalbaksþilfars og aftast á þaki stýrishúss er ratsjár- og Ijósamastur, jafnframt fyrir bómulyftingu. Mesta lengd ........................ 16.45 m Lengd milli lóðlína ................ 13.50 m Breidd (mótuð) ...................... 5.57 m Dýpt (mótuð) ........................ 3.34 m Lestarrými ............................ 55 m3 Brennsluolíugeymar 6.0 m3 Ferskvatnsgeymir ..................... 2.0 m' Andveltigeymar ....................... 3.0 m3 Brúttótonnatala 58 BI Rúmlestatala 45 Brl’ Skipaskrárnúmer 1968 Mæling fyrir skutbreytingu Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá Scania, gerð DSI 14, átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 252 KW við 1800 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír og skiptiskrúfubúnaður frá Heimdal, gír af gerðinni RJ 43, niðurfærsla 4.95:1, og skrúfa 3ja blaða úr bronsi, þvermál 1600 mm, snúningshraði 364 sn/mín. Við aflúttaksbúnað framan á aðalvél eru þrjár fast- tengdar vökvaþrýstidælur frá Hamworthy af gerð 2216 fyrir vindur og skilar hver þeirra 111 l/mín við 176 bar þrýsting og 1000 sn/mín. Þá knýr aðalvél 3.6 KW, 24 V jafnstraumsrafal. Hjálparvél er frá Mase, eins strokka fjórgengisvél af gerð Ruggerini, 9.3 KW við 3000 sn/mín. Við vélina er rafall frá Mase, 7.0 KW, 24 V. Stýrisvél er frá Tenfjord, gerð H 70, snúningsvægi 400 kpm. Fyrir vélarúm er rafdrifinn blásari frá Transmotor. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upphitun er frá Pyro miðstöðvarkatli, olíukyntum. Fyrir neyslu- vatn eru rafdrifnar dælur. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. íbúðir: Fremst í hvalbak er svefnklefi með sex hvílum, b.b.-megin þar fyrir aftan er eldhús með borðkrók og aftast gangur. S.b.-megin aftan við svefnklefa er stakkageymsla og salernisklefi með sturtu, en mið- svæðis er vélarreisn. Fyrir matvæli er kæli- og frysti- skápur. Ibúðir eru einangraðar með 50 mm steinull og klæddar með plasthúðuðum plötum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.