Ægir - 01.01.1990, Side 42
34
ÆGIR
1/90
ísak AK 67
í júní 7 988 kom til landsins innfluttur bátur, m/s
Gísli Kristján ÁR 35, sem nú ber nafnið ísak AK 67,
og kom hann í stað 18 brl trébáts með sama nafni
(skr.nr. 378), smíðaður í Noregi árið 1930. Báturinn
sem bar nafnið Johanna, er hann kom til landsins, er
smíðaður árið 1984 í Landskrona, Svíþjóð, hjá skipa-
smíðastöðinni BA Staalbaatar A/B, smíðanúmer 2.
Báturinn var keyptur til landsins af Heimi B. Gísla-
syni, Þorlákshöfn, en er nú í eigu Guðjóns Theodórs-
sonar og Guðfinns Birgissonar, Akranesi. Skipstjóri á
bátnum er Guðfinnur Birgisson.
Almenn lýsing:
Bolur skipsins er smíðaður úr stáli, og er það
óflokkað. Eitt þilfar er stafna á milli, opinn lár hva!-
bakur úr áli fremst og stýrishús á reisn aftantil.
Undir þilfari er skipinu skipt með vatnsþéttum
þilum í eftirtalin rými, talið framanfrá: Stafnhylki
(netageymsla); þá íbúðir (lúkar); fiskilest; vélarrúm;
og aftast skutrými (stýrisvélarrými). í lúkar eru fjórar
hvílur, eldunaraðstaða (Sóló-eldavél), auk salernis-
klefa. í vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar og
tveir í skutrými, en ferskvatnsgeymar e; u undir lúkar.
Frammastur með bómu er í afturkanti hvalbaks, en
í afturkanti stýrishúss er afturmastur. Aftan við stýris-
hús er toggálgi.
Mesta lengd ................... 15.87 m
Lengd milli lóðlína ............... 12.67 m
Breidd (mótuð) ..................... 4.50 m
Dýpt (mótuð) ....................... 2.52 m
Brennsluolíugeymar .................. 3.6 m3
Ferskvatnsgeymar .................... 2.0 m3
Brúttótonnatala ...................... 31 BT
Rúmlestatala ......................... 29 Brl
Skipaskrárnúmer .................... 1951
Vélabúnaður:
Aðalvél skipsins er frá Scania, gerð DS8, sex
strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 147
KW við 2000 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír frá
Twin Disc, gerð MG 509, með niðurfærslu 3.33:1, og
fastur skrúfubúnaður, skrúfa 3ja blaða.
Við aflúttaksbúnað framan á aðalvél er vökva-
þrýstidæla fyrir vindubúnað, auk þess knýr aðalvél
2.9 KW, 24 V Motorola rafal, auk minni rafals, 1.4
KW. Stýrisvél er frá Servi, gerð MA 200.
ísak AK 67 á siglingu. Ljósmynd: Aðalheiður Sigurðardóttir.