Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Síða 30

Ægir - 01.03.1990, Síða 30
138 ÆGIR 3/90 Hai- og fiskirannsóknir Sjórannsóknir á fiskimiðum við landið Allt frá 1970 hefur verið farinn leiðangur til þess að kanna ástand sjávar á miðunum allt í kringum landið. Þessu verkefni hefur stjórnað Svend Aage Malmberg haffræðingur við Hafrannsókna- stofnunina. í þessum leiðangrum eru einkum gerðar mælingar á hita- stigi og seltu á ákveðnum stöðum til þess að fylgjast með sjógerðum í heita og kalda sjónum við landið og breytileika þeirra. Einn slíkur leiðangur var farinn 20. febrúar til 11. mars síðastlið- inn. Helstu niðurstöður sem nú liggja fyrir voru að hlýsjórinn fyrir sunnan og vestan land var í góðu meðallagi, heitur og saltur og virt- ist áhrifa frá landi á sjóinn við Suðurland gæta lítið. Hlýsjór fannst aftur á móti ekki fyrir Kögri og á Norðurmiðum. Þar ríkti strandsjór og svalsjór (1—2°C; S ~ 34,6) Athuganir í sjónum í vetur (1989-1990) djúpt úti af Norður- landi benda til svalsjávar á mið- unum og miðað við fyrri mælingar líkist þetta ástandinu 1981-1983 sem haffræðingar túlka sem heldur lélegt ástand. Rekja má þetta ástand víðar nyrst í Norður- Atlantshafi og Norðurhafi. Næst verður ástand sjávar á miðunum við landið athugað í vorleiðangri í maí/júní 1990. I leiðangrinum í vetur var einnig hugað að straummælingalögnum í Grænlandshafi í samvinnu við Breta. Fimmtán straummælar á fimm lögnum voru teknir upp og lagt aftur suður af Dohrnbanka. Tilgangur mælinganna tengist alþjóðlegum rannsóknum í heims- höfunum (WOCE) á þessum slóð- um til þess að mæla streymi kald- sjávar úr Norðurhafi í Norður- Atlantshaf (overflow). Til gamans má geta þess að straumfallið við botn í Grænlandshafi telst vera mesti „foss" jarðar, með streymi sem er sambærilegt við 20 Ama- zonfljót. Leiðangursmenn og áhöfn á Bjarna Sæmundssyni í viö- bragðsstöðu. Sjórannsóknir á Bjarna Sæmundssyni í vetrarleiðangri.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.