Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1990, Qupperneq 30

Ægir - 01.03.1990, Qupperneq 30
138 ÆGIR 3/90 Hai- og fiskirannsóknir Sjórannsóknir á fiskimiðum við landið Allt frá 1970 hefur verið farinn leiðangur til þess að kanna ástand sjávar á miðunum allt í kringum landið. Þessu verkefni hefur stjórnað Svend Aage Malmberg haffræðingur við Hafrannsókna- stofnunina. í þessum leiðangrum eru einkum gerðar mælingar á hita- stigi og seltu á ákveðnum stöðum til þess að fylgjast með sjógerðum í heita og kalda sjónum við landið og breytileika þeirra. Einn slíkur leiðangur var farinn 20. febrúar til 11. mars síðastlið- inn. Helstu niðurstöður sem nú liggja fyrir voru að hlýsjórinn fyrir sunnan og vestan land var í góðu meðallagi, heitur og saltur og virt- ist áhrifa frá landi á sjóinn við Suðurland gæta lítið. Hlýsjór fannst aftur á móti ekki fyrir Kögri og á Norðurmiðum. Þar ríkti strandsjór og svalsjór (1—2°C; S ~ 34,6) Athuganir í sjónum í vetur (1989-1990) djúpt úti af Norður- landi benda til svalsjávar á mið- unum og miðað við fyrri mælingar líkist þetta ástandinu 1981-1983 sem haffræðingar túlka sem heldur lélegt ástand. Rekja má þetta ástand víðar nyrst í Norður- Atlantshafi og Norðurhafi. Næst verður ástand sjávar á miðunum við landið athugað í vorleiðangri í maí/júní 1990. I leiðangrinum í vetur var einnig hugað að straummælingalögnum í Grænlandshafi í samvinnu við Breta. Fimmtán straummælar á fimm lögnum voru teknir upp og lagt aftur suður af Dohrnbanka. Tilgangur mælinganna tengist alþjóðlegum rannsóknum í heims- höfunum (WOCE) á þessum slóð- um til þess að mæla streymi kald- sjávar úr Norðurhafi í Norður- Atlantshaf (overflow). Til gamans má geta þess að straumfallið við botn í Grænlandshafi telst vera mesti „foss" jarðar, með streymi sem er sambærilegt við 20 Ama- zonfljót. Leiðangursmenn og áhöfn á Bjarna Sæmundssyni í viö- bragðsstöðu. Sjórannsóknir á Bjarna Sæmundssyni í vetrarleiðangri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.