Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1990, Side 6

Ægir - 01.08.1990, Side 6
402 ÆGIR 8190 Þorsteinn Císlason Norræna fiskimálaráðstefnan 1990 22. Norræna fiskimálaráð- stefnan var haldin 13,—15. ágúst s.l. í bænum Rönne á dönsku eyj- unni Borgundarhólmi. Fyrsta nor- ræna fiskimálaráðstefnan var haldin í Hindsgavl í Danmörku árið 1949 og hefur síðan verið haldin annað hvert ár til skiptis í Danmörku - Svíþjóð - Noregi - íslandi og Finnlandi. Auk þátttak- enda frá þessum löndum mættu fulltrúar frá Færeyjum - Græn- landi og Álandseyjum. Þá mættu nú fulltrúar frá Norðurlandaráði og Evrópubandalaginu. Á þessari ráðstefnu voru þátttak- endur liðlega tvö hundruð og með mökum um þrjú hundruð. Þar af mættu 38 frá íslandi. Frá upphafi hafa sjávarútvegs- ráðherrar Norðurlandanna tekið þátt í ráðstefnunum ásamt full- trúum stjórnenda sjávarútvegs- mála, helstu hagsmunaaðila veiða, vinnslu, sölu og rannsókna. Frá upphafi hafa hin ólíkustu mál sjávarútvegs verið tekin til meðferðar. T.d. var aðalmálið á 21. fiskimálaráðstefnunni sem haldin var í Savonlinna í Finnlandi 1988 „Hlutverk og gildi fisks og fiskafurða í fæðunni". Við undirbúning að 22. fiski- málaráðstefnunni varð samkomu- lag um að taka til meðferðar þau þrjú mál sem örugglega varða mest alla þátttakendur: 1. Stjórn og takmörkun veiða fiskiskipaflotans. 2. Verndunarsjónarmið. 3. Evrópubandalagið, áhrif og þýðing þess fyrir Norðurlönd- in. Flutt voru gagnmerk framsögu- erindi sem frekar verða kynnt síðar. Framsetning erindanna speglar að sjálfsögðu ástand og viðhorf í heimalöndum flytjenda, sem á margan hátt eru harla lík. 1. Peder Andersen starfsmaður í danska sjávarútvegsráðuneyt- inu flutti erindi um æskilega gerð og stærð fiskiskipaflotans. 2. Kjartan Hoydal fiskimálastjóri Færeyinga fjallaði um hvernig ætti að laga fjölda veiðiskipa að veiðimöguleikunum. 3. Eva Munk—Madsen frá fiskveiði- háskólanum í Tromso flutti erindi um þátttöku og mögu_ leika kvenna í sjávarútveg1 Norðurlöndunum. , 4. Kristján Skarphéðinsson r íslenska sjávarútvegsráðune> inu lýsti þróun stjórnar t'5 veiða á íslandi. 5. Þorkell Helgason prófes50 fjallaði um aldur og Þun!^ veiddra og landaðra fiska hven veiðikvóta. Framsal og brey leika verðmæta eftir þv' hvaða aldri fiskurinn er veid°' Ul . 6. Jörgen Lökkegárd frá dans 'a sjávarútvegsráðuneytinu ræddi um hvernig unnt vaerl að stjórna fiskveiðum eft|r ástandi markaða með tillih 11 úthlutaðs kvóta og lýsti þe'01 miklu erfiðleikum sem dans' ur sjávarútvegur á við að etla

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.