Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1990, Page 14

Ægir - 01.08.1990, Page 14
410 ÆGIR 8/09 Þróun veiðarfæra í nánu samstarfi við veiðimennina gerir útslagið um gxð"1- Mynd úr Ijósmyndasafni Hampiðjunnar. Reykjavík við og sagt að hún væri reist á þorskhausum (ekki af þorsk- hausum) og er hægt að yfirfæra það á landið allt, en velmegun þeirra sem byggja landið, á rætur að rekja til hafsins sem umlykur það. Á þessu ári er t.a.m. reiknað með að fob-virði útfluttra sjávar- afurða frá landinu verði að verð- mæti um sjötíu þúsund milljónir króna. Eða á aðra milljón króna á hverja 4-manna fjölskyldu í land- inu. Hægt er að líta á þessa sjötíu milljarða að mestu sem hreinan innlendan virðisauka, þar sem innlend skipa- og tryggingafélög fá í sinn hlut flutningsgjöld og trygg- ingar af útflutningi sjávarafurða og sá viðbótarvirðisauki slagar hátt upp í olíukostnað flotans og tækja- kaup veiða og vinnslu. Ef þessum 70 milljörðum er síðan skipt eftir meðallaunum íslendinga í dag, líklega um 1.500 þús. krónur, þá fæst líklega sá fjöldi sem raun- verulega hefur viðurværi sitt beint af íslenskum sjávarútvegi. Auk þess má bæta við að iðnaður, orkuver og jafnvel bætt umgengni við landið eiga rætur að rekja til upphleðslu fjármagns fengnu ur hafinu umhverfis landið. A.A- BÓKAFREGN Aðstaða til laxahafbeitar á íslandi Út er kominn 64 bls. bæklingur, Aðstaða til laxahafbeitar á ís- landi, eftir Björn Jóhannesson. í stuttu máli reifar ritið náttúr- legar aðstæður og ýmsa meðferðar- þætti er stuðla að framleiðslu hraustra sjógönguseiða, sem skila sér vel af hafi, ef rétt er staðið við sleppingu þeirra til sjávar og mót- töku fullvaxinna laxa. Meðal annars er: a) Fjallað um silfrunaravandamál sjógönguseiða við íslenskar að- stæður; b) Um mikilvægi seiðastærðar fyrir endurheimtur og um ævin- týralegan árangur sem Svíar hafa náð með frameldi í söltu vatni; c) Um stórkostlegan árangur haf- beitar í Eystrasalti og í löndunum er liggja að N-Kyrra- hafi; d) Um mikilvægi laxakynbóta og val á vænum 1-árs löxum í sjó fyrir hafbeit. Rætt er um kjörskilyrði og starfs- aðstöðu hafbeitarstöðva og stað- arval fyrir slíkar stöðvar á N- og Sv-landi. Fjallað er um áhrif úthafsvei Færeyinga og Grænlendinga laxagöngur til íslands og töluleg mat á skaðsemi þeirra. Ritið verður til sölu í nokkruf1 bókabúðum. í Reykjavík: Penn anum í Kringlunni, Akranes'- Bókaskemmunni, ísafirði: Bóka verslun Jónasar Tómassonat' Akureyri: Bókabúð Jónasar, Ha n arstræti, Húsavík: Bókaverslu11 Þórarins Stefánssonar, Egilssto um: Bókabúð Sigurbjörns Brynl ólfssonar, og Neskaupstað: Bóka verslun Brynjars Júlíussonar. Fréttatilkynning

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.