Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Síða 6

Ægir - 01.09.1990, Síða 6
458 ÆGIR 9/90 RÁÐSTEFNA UM ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA Inngangur Dagana 21. - 22. september síðastliðinn, var haldin ráðstefna um öryggismál, að Borgartúni 6 Reykjavík. Ráðstefnan var með svipuðu sniði og fyrri ráðstefnur sem haldnar hafa verið um öryggis- mál sjómanna. Síðasta ráðstefna af þessu tagi var haldin árið 1987 og var óvenju fjölmenn, en hana sóttu um 200 manns. Nú voru ráð- stefnugestir eitthvað á annað hundraðið. Flutt voru á annan tug fram- söguerinda á ráðstefnunni og skiptust ráðstefnugestir á skoð- unum um hvernig best væri að öryggismálum sjómanna staðið. Ekki voru menn á eitt sáttir hvaða málum bæri forgangur og voru skoðanaskipti á stundum allharka- leg. Má segja að niðurstaða ráð- stefnunnar hafi verið sú, að óend- anlegt verk væri óunnið að því sem að öryggi sjómanna sneri. Af forgangsverkefnum eru nokkur mjög fjármagnsfrek, einungis til að leysa þau atriði sem flutnings- menn framsöguerinda töldu brýn- ust, þyrfti hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Eftir þessa ráðstefnu stendur þó upp úr sú vissa að forvörnin skiptir meginmáli. Að koma í veg fyrir slysin er brýnasta atriðið. Til að ná þeim árangri að koma í veg fyrir slys þarf að auka og bæta: 1. Menntun og þjálfun skipstjórn- armanna. 2. Menntun og þjálfun annarra áhafnarmeðlima. 3. Kröfur til skipasmíðastöðva og útgerða um gerð skipa og búnað. 4. Eftirlit stjórnvalda og sjómanna með að kröfum sé framfylgt. Þó þessum fjórum atriðum sé fylgt eftir með besta hætti, verður ekki hægt að koma í veg fyrir slys á sjó. Þessvegna verður ætíð að vera til staðar búnaður til björg- unar úr sjávarháska. Leit og björgun Þegar skip ferst, eru aðgerðir til björgunar skipverja þríþættar. í fyrsta lagi að koma boðum til mögulegra björgunaraðila. í öðru lagi að staðsetja slysstaðinn og í þriðja lagi að björgunartækjum sé komið á slysstað. Allt björgunar- starf lýtur að því að stytta þann tíma sem þessar þríþættu aðgerðir taka. Mikið hefur verið fjallað um síðasta þáttinn á undanförnum mánuðum, þ.e. nauðsyn að efla þann tækjakost sem íslenskar björgunarsveitir þurfa á að halda til að geta staðið að björgun úr sjávarháska með bestum hætti. Minna hefur verið talað um aðra þætti þessa máls. Þætti sem aug- Ijóslega eru jafnmikilvægir og eru að auki nægilega ódýrir til að fjár- veitingavaldið telji sig aflögufært um fjármagn til þeirra á erfiðum tímum. í þessu tölublaði Ægis birtist kynning Þorgeirs Pálssonar pró- fessors á sjálfvirku tilkynningakerfi skipa. Þorgeir hefur ásamt Brandi St. Guðmundssyni verkfræðingi, að öðrum ólöstuðum, lagt mest af mörkum í að fullkomna sjálfvirkt tilkynningakerfi. Þetta kerfi virðist að mörgu leyti geta verið full- komin lausn á þáttum 1 og 2 og hugsanlega stytta þann tíma sem þarf að meðaltali til björgunar úr sjávarháska jafnmikið og full- komnasti björgunartækjakostur sem völ er á í veröldinni í dag. Þetta kerfi hefur einnig þann kost að vera innlent framtak að fullu og kann að verða íslendingum mikill álitsauki ogjafnvel útflutningsvara þegar frá líður. Þar sem nú er svo komið að hönnun kerfisins er lokið og búið að þróa kerfið nægi- lega til að það sé tilbúið til setningar, er hér sett fram sú kra a að Alþingi leggi nú þegar til fjar magn sem nægir til að koma upF þessu kerfi og afgreiði reglur sen1 skyldi útgerðarmenn til að setl‘ nauðsvnlee tæki í skio sín. Forvarnaþættir Ekki má gleyma fyrirbyggjan þáttum, en eins og áður sagðu P eru aðgerðir til að fyrirbyggj3 s ætíð það sem mesta áherslu ber a leggja á. Það þarf ekki að fjölyr um nauðsyn bestu menntunar s)e manna. Menntun skilar sér e' einungis sem slysavörn og e örugga sjómennsku, heldur sKi ^ menntun auknum verðmaetu ^ sjávarfangs. Eitt af því sem ey u, möguleika sjómanna á að koma veg fyrir slys, er góð veðurþj°n usta. í þessu blaði birtist e'nn'r_ grein eftir Pál Bergþórsson vee stofustjóra, þar sem hann b' þróunarstarfi Veðurstofu íslan og hugmyndum sínum um bæ þjónustu Veðurstofunnar. . tbl°Ægis 1990 á blaðsfðu var ranglega farið með nó larformanns og ^ranl ndastjóra Vélasölunnar 1 ■ 'ar sagt að stjórnarforma u lölunnar væri Gunnar ksson, en stjórnarforma ofnandi Vélasölunnar er 3 ögðu Gunnar Friðrikssom margir kannast betur við se n forseta Slysavarnarfé ag- Js, en því starfi Sen^ íar á árunum 1960—19 , kvæmdastjóri Vélasölunnrtt er sonur Gunnars, Fri larsson. í kynningarþætt1 ekið í síðasta blaði v k auknefndur Davíð Friör'K- Ægir hlutaðeigandi velvir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.