Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1990, Side 15

Ægir - 01.09.1990, Side 15
9/90 ÆGIR 467 ^ ntramt er nú að koma til sög- nnar nýtt staðsetningarkerfi, svo- ,a sð GPS kerfi (Global Position- . § System), sem byggist á send- 8um frá gervihnöttum og má nota allan heim. Þá hefur Póstur og komið upp fjölda stöðva á röndinni til fjarskipta við skip á $a sv*ðinu umhverifis landið, þar I 111 koma mætti fyrir nauðsyn- gum gagnaflutningsbúnaði fyrir 1 ynningakerfi. Þá kom almennt §agnanet til sögunnar hér á landi 7rir nokkrum árum, sem gerir kleift £ fiytja gögn milli landshluta án ss a^ leggja í mikinn kostnað við a leigja sérstakar símalínur. Síðast en ekki síst heldur tilkynninga- . yldan uppi vakt allan sólarhring- 'nn, þar sem fylgst er með ferðum lskiskipa. Allir þessir þættir þurfa a vera fyrir hendi í sjálfvirku til- tynningakerfi. ^inna við sjálfvirkt tilkynninga- erfi hófst í smáum stíl árið 1983 og indist í fyrstu einkum að því að a°na hvort fýsilegt væri að koma UPP slíku kerfi í Ijósi þei rrar stöðu, sem hér er fyrir hendi og a Ur er lýst. Því var Ijóst, að við- angsefnið snerist fyrst og fremst um leita að tæknilegri lausn, sem uPPfyllti þær kröfur, sem gera verður til öryggiskerfis, án þess þó kostnaður við uppsetningu og ^ekstur keyrði úr hófi. í þessu sam- andi var ákveðið að koma upp e,nföldu tilraunakerfi, sem nota til að prófa og sýna helstu e'8inleika sjálfvirks tilkynninga- erfjs Þessum áfanga var náð í lok arsins 1984 og haustið 1985 lágu Vrir tillögur um útfærslu slíks kerfis ng áætlaðan stofnkostnað sem voru ynntar fjárveitinganefnd Alþingis °8 Samgönguráðuneytinu. Þar sem e'nsýnt þótti að mikill kostnaður Þyrfti ekki að koma í veg fyrir að slálfvirku tilkynningakerfi yrði 0rnið upp var hafist handa árið um þróun fullkomnara kerfis, Sern nota mætti til rekstrartilrauna. nnið hefur verið að þessu við- fangsefni allar götur síðan og hófust tilraunir með þetta nýja kerfi vorið 1988. Síðan hefur verið unnið að smíði fleiri tækja fyrir landstöðvar og skipstöðvar jafnframt því sem gerðar hafa verið tæknilegar endur- bætur á búnaðinum. Þá hefur verið unnið að því að undirbúa fram- leiðslu skipstækjanna. Fyrstu tutt- ugu tækin eru nú að koma úr framleiðslu og verða væntanlega sett í skip á næstu vikum. Þannig er nú allt til reiðu að hefja upp- byggingu þessa kerfis fyrir alla strandlengjuna, en gera má ráð fyrir að Ijúka mætti þessu verkefni á fjórum árum. Markmið og kröfur Ljóst er, að helsta markmiðið með því að koma upp sjálfvirku tilkynningakerfi er að bæta úr þeim takmörkunum, sem tilkynn- ingaskyldan hefur búið við til þessa dags. Fyrst og fremst er því um að ræða, að: Stytta verulega tímabilið milli tilkynninga Tryggja að tilkynningar berist hratt og örugglega til miðstöðvar, sérstaklega neyðartilkynningar Gera reglubundið eftirlit að mestu sjálfvirkt Tryggja næga afkastagetu, þannig að fylgjast megi með öllum flotanum jafnvel þegar álag er mest á kerfinu Þessi markmið ráða miklu um þær tæknilegu kröfur, sem gera verður til kerfisins. Þannig er talið nauðsynlegt, að ekki líði meira en fimmtán mínútur milli tilkynninga frá hverju skipi. Þessi niðurstaða fékkst með því að kanna atburða- rásina, sem fer af stað, ef ekki heyrist frá skipi, þegar það er kallað upp. Athuganir leiddu í Ijós, að auðveldlega megi fylgjast með öllum fiskiflotanum með ofangreindum uppkallstíma, þótt aðeins sé notuð ein fjarskiptarás. Er þá gert ráð fyrir 1200 bitar/sek gagnahraða og að flotinn sé þá dreifður á hinum ýmsu miðum, þannig að fjarskipti geti farið fram samtímis á sömu tíðni, þar sem nægilega langt er á milli stöðva. Önnur mikilvæg krafa felst í því, að kerfið geti svarað neyðarkalli frá skipi án tafar. Þannig er talið æskilegt, að ekki líði meira en 10 sek. frá því að neyðarskeyti berst til landstöðvar, þar til því hefur verið svarað frá miðstöð. Erfitt getur reynst að uppfylla slíka kröfu, þar sem leiðin milli fyrstu landstöðvar og miðstöðvar getur legið um nokkra tengipunkta. Ljóst er, að ekkert öryggiskerfi stendur undir nafni, nema því megi treysta, helst án undantekn- inga. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allur búnaður sé sem vandaðastur. Jafnframt er gert ráð fyrir, að búnaður allra helstu landstöðva yrði tvöfaldur, þannig að einstakar bilanir geri stöð ekki óvirka. Prófanir á kerfinu hafa ekki hvað síst beinst að því að leiða í Ijós hæfni þess við íslenskar aðstæður. Auk þess að flytja gögn til til- kynningaskyldunnar er æskilegt að kerfið geti nýst til almennra gagnafjarskipta á milli skips og lands, enda er slík þjónusta í fullu samræmi við aðalhlutverk kerfis- ins, sem gerir það að verkum, að haldið er stöðugu sambandi við skipin. Þannig mætti nota sjálf- virka tilkynningakerfið til að flytja ýmsar upplýsingar milli skips og útgerðar og annarra aðilja í landi, t.d.: Upplýsingar um aflabrögð og verðlag á fiskmörkuðum Hvers konar upplýsingar um rekstur skipsins, t.d. vegna við- halds véla, olíunotkun o.s.frv. Veðurgögn, mælingar á hitastigi

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.