Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Síða 8

Ægir - 01.11.1990, Síða 8
568 ÆGIR 11/90 Sunnlendinga og á Fiskiþingi og í aðalstjórn félagsins var hann full- trúi Farmanna og fiskimanna- sambands íslands. Á því ári sem liðið er frá því seinasta Fiskiþing var haldið hafa 8. íslenskir sjómenn látist við skyldustörf. í hljóðri þökk bið ég viðstadda að rísa úr sætum í virð- ingarskyni við hina látnu. Undirbúningur að 49. Fiski- þingi hefur staðið í nær tvo mán- uði. Margir fundir hafa verið haldnir í fiskideildum, aðalfundir sambanda og fjórðungsþing. Víða hefur fundarsókn verið ágæt og er ánægjulegt hve margir af þeim yngri eru nú að bætast í hópinn. Til þessa þings berast því mörg vel undirbúin mál til meðferðar frá öllum aðilum sjávarútvegsins. Bestu þakkir færi ég gestum okkar, sem í dag og á morgun munu í máli sínu fræða okkur og upplýsa og á þann hátt leggja þinginu veganesti til umfjöllunar en þeir eru sjávarútvegsráðherra, fulltrúar frá Rannsóknastofnunum sjávarútvegsins, Háskóla íslands og Seðlabankanum. Að undanförnu hefur látið býsna hátt í ákveðnum hópi manna, sem hafa haldið því fram að skipulag í sjávarútvegi standi lífskjörum á íslandi fyrir þrifum. Ekki tókst að fá þá sem hæst hafa látið til að koma hér í dag. En ég þakka þeim er þorði. í ályktunum 48. Fiskiþings í fyrra kemur fram það álit að efla beri starfsemi Fiskifélagsins fremur en að draga úr henni. Lögð verði áhersla á, að félagið lagi sig að þörfum hvers tíma. Til að stuðla að því var lagt til að 48. Fiskiþing kysi milliþinganefnd er endur- skoðaði lög félagsins. og skipulag þess. Leitað yrði samstarfs við sjávarútvegsráðuneytið að það til- nefndi mann í nefndina og að nefndina skipuðu fimm menn. Þetta mál var tekið fyrir m.a. fyrir áeggjan og endurtekið tilboð sjávarútvegsráðherra á 47. Fiski- þingi 1988 um aðstoð sjávarút- vegsráðuneytisins við að laga starfshætti félagsins betur að kröfum nútímans. Á því Fiskiþingi var milliþinga- nefnd að skila frá sér endanlegum tillögum, sem aðallega komu fram við að breyta lögum félagsins. Milliþinganefndin er skipuð fimm valinkunnum mönnum. Fjórum úr okkar röðum og þeim fimmta frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hún hóf störf s.l. vetur og mun formaður hennar skila áliti og tillögurn þegar starfsemi Fiskifélags íslands verður tekin fyrir á þinginu. Leitað var álits margra aðila um þjónustustarfsemi Fiskifélagsins. Viðbrögð allflestra voru mjög já' kvæð í garð félagsins og undir strikaður er sá vilji að Skýrslu- °8 Hagdeildir verði efldar svo a upplýsingar berist fyrr, en deild'r þessar eru forsenda fyrir því, sem gagna- og upplýsingabanki félagS' ins byggir allt á og samtvinnast starfsemi annarra starfsdeilda, u miðlunar þeim fjölmörgu einstak - ingum og stofnunum hérlendum og erlendum sem til okkar leita- Að sjálfsögðu kom fram gagnrým frá örfáum aðilum. Eg segi - „Aumur er sá, sem aldrei lær gagnrýni fyrir störf sín". Þe5S vegna þakka ég persónulega, þvl ég álít þann vin er til vamms segn- Ég færi sjávarútvegsráðherra þakkir fyrir að hvetja til þessa verks og milliþingamönnum ve unnin störf og vænti þess að stör Fiskifélagsins fái heiðarlega umfjöllun á þessu Fiskiþingi. Hér verður staðdrað við. En ýmsum þáttum sjávarútvegsins eru gerð skil í skýrslu minni til Fiski- þings um starfsemi Fiskifélags íslands á liðnu starfsári. Sú skýrs a verður flutt síðar á þinginu. Góðir þingfulltrúar. Þið hafi sjaldan komið jafn vel undirbúnir til þinghalds og nú. En þið eigi eftir að fjalla um og taka á vi kvæmum málum. Þess vegna e[ það von mín að sem fyrr komj fram sá mikli styrkur, sem áva hefur verið aðalsmerki FiskiþinS5, Að lokum ber ég fram þá frómu ósk, að þeir sem koma til með a starfa hér og stjórna í framtíðinnj megi eiga jafn gott og heiðarleg samstarf og forverar þeirra í san1 skiptum við alla þá mörgu aðila e störfin höfða til. 49. FiskiþinS er sett.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.