Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 10
570 ÆGIR 11/90 Ræða Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra I. Inngangur Hægt og bítandi hefur tekist að vinna sjávarútveginn út úr þeim öldudal sem hann var í á árinu 1988. Er nú svo komið að nokkur hagnaður er af rekstri margra fyrir- tækja í sjávarútvegi. Þjóðhags- stofnun hefur nú lokið uppgjöri sjávarútvegsins fyrir síðasta ár og gert nýja spá um afkomu hans á þessu ári. Að mati Þjóðhagsstofn- unar er nú tæplega 1 % hagnaður af rekstri veiða og vinnslu saman- borið við tæplega 2% halla á öllu síðasta ári. Er hagnaður botnfisk- veiðanna nú áætlaður 2.5% en halli vinnslunnar 1 %. Nýr Verðjöfnunarsjóður sjávar- útvegsins tók til starfa í sumar. Útlit er fyrir verulegar inngreiðslur í sjóðinn á þessu ári vegna hækk- andi markaðsverðs á sjávaraf- urðum frá meðaltali fimm síðustu ára. Þetta er jákvæð þróun. Ýmsar blikur eru þó á lofti og verða menn að fara varlega í töku ákvarðana í rekstri. Á þessari stundu er það fyrst og fremst hin mikla hækkun á olíu sem hafa verður í huga. Þá er mikilvægt að menn átti sig á þeim sveiflum sem ávallt eru á verði sjávarafurða og taki ekki ákvarð- anir sem eingöngu miðast við það verð sem fæst í dag. Ekki er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á verði sjávarafurða á næsta ári en reynslan sýnir að í kjölfar mikilla verðhækkana er hætta á sölutregðu og verðfalli. Hafa verður í huga að allir mikil- vægustu fiskstofnarnir eru full- nýttir og því kann svo að fara að nauðsyn beri til að draga úr veiðum á næstu árum. Ég nefni þetta hér því mér finnst menn oft fara geyst þegar vel gengur og taka ákvarðanir út frá stöðu dagsins án þess að taka mið af áhættu fram- tíðarinnar. Fyrir sjávarútveginn sem er mjög skuldsettur er brýnast að við- halda þeim stöðugleika sem náðst hefur í stjórn efnahagsmála. Opna þarf fyrirtæki í sjávarútvegi fyrir nýjum eigendum og nýta þann meðbyr sem er hjá almenningi til kaupa á hlutabréfum í vel reknum fyrirtækjum. Með því móti skapast meira aðhald fyrir stjórnendur fyrirtækja til að reka þau á sem hagkvæmastan hátt og auk þess eykst skilningur almennings á mikilvægi þess að sjávarútvegur- inn verði rekin með hagnaði. Standa þarf vörð um hin nýju lög um stjórn fiskveiða sem koma til framkvæmda um áramótin. Lögin marka almennar reglur um nýtingu auðlindarinnar og skapa möguleika til verulegrar hagræö- ingar í sjávarútvegi sem mun skila þjóðinni bættum lífskjörum. Lögin eru þegar farin að hafa áhrif þrá11 fyrir að þau komi ekki til frana- kvæmda fyrr en um áramót. Sa árangur sést m.a. á því að engm lánsumsókn um nýsmíði fiskiskip5 liggur fyrir óafgreidd há Fiskveiða- sjóði. Á næstu árum mun fisk1" skipum fækka verulega sem mun leiða til meiri arðsemi í sjávarút- vegi og batnandi kjara. II. Tillögur Hafrannsókna- stofnunar um hámarksafla Seinni hluta júlímánaðar kom Hafrannsóknastofnun með tillögur um hámarksafla helstu nytjastofna fyrir árið 1991. Á næstu dögum má vænta tillagna frá stofnuninm um hámarksafla á úthafsrækju fyrir næsta ár. Á þessu ári var stefnt að því að heildarþorskaflinn yrði 300 þús' und lestir en nú er útlit fyrir að afl- inn verði um 325 þúsund lestir. Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarþorskaflinn á næsta ari verði 300 þúsund lestir miðað vi heilt ár en 240 þúsund lestir fyr'r fiskveiðitímabilið sem nær til 31- ágúst. Tillögur stofnunarinnar byggja á að þorskganga konii tra Grænlandi. Ákvörðun um heildar- afla kemur til endurskoðunar þegar Ijóst verður um göng^J þorsks frá Grænlandi. Ég vil v' þetta tækifæri ítreka skoðun mína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.